Ný félagsrit - 01.01.1871, Blaðsíða 10
10
Um stjórnarmálið.
fram er komií) í þessu máli, þykir miir þa& þó hafa sína
góbu þý&íng, ab þær sé settar í lögin. þessar setníngar
hefir þó virzt réttast ab taka fram sem styzt og ein-
faldast, og, að svo miklu leyti sem au&ið var, enda orðaðar
eins og alþíng hafði fallizt á þær. Svo er til ætlazt, ab
ef ríkisþíngífe samþykkir frumvarp þetta, þá verði það
gjört að lögum, og lagaefni þess ekki borið optar undir alþíng.
í sjálfum broddi frumvarpsgreinanna er sd setníng;
((ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sér-
stökum landsréttindum.”
þar næst er sett sú aðalregla, að á meðan Island á
ekki fulltrúa á ríkisþínginu, skuli það enga hlutdeild eiga
í löggjafarvaldinu um hin almennu ríkismál, og að málið
um fulltrúa-hlutdeild fslands í ríkisþínginu geti ekki orðið
útkljáð nema með þeim lögum, sem samþykkt verði bæði
af ríkisins almenna löggjafarvaldi, og af hinu sérstaklega
löggjafarvaldi Islands. það héldu menn, að vei mætti kveða
upp með það í lögunum, sem er þó ætlan vor allra, að
einkis verði krafizt af íslandi í tillags skyni til almennra
ríkisþarfa, meðan það á sér ekki fulltrúa á ríkisþínginu.
Hið almenna löggjafarvald ríkisins getur að vísu komið
fram með þessa kröfu, en eg held mér skjátli ekki, þó
eg ímyndi mér að allir sé samdóma um, að það muni
ekki verða gjört, og það verður án efa þokkasælt og vel
metið, að það sé sagt með berum orðum, að maður ætli ekki
að gjöra þaö, sem maður ætlar sér í raun og veru ekki
að gjöra. Að því er snertir upphæð tillagsins, sem ætlazt
er til að ríkissjóðurinn skjóti til fslands sérstaklegu þarfa,
þá hefir stjórnin staðnæmzt við þá upphæð, sem menn hafa
almennast talið að mundi mega vænta samþykkis — að
minnsta kosti frá hálfu fólksþíngsins, — nefnilega 30,000 rd,
árgjald, og 20,000 rd. aukatillag um 10 ár, sem síðan