Ný félagsrit - 01.01.1871, Síða 23
Um stjómarmálið.
23
Af þessum höfðu fimm verið á&ur í nefnd í þessu
ináli1, en tveir voru nýir.
Föstudaginn 11. November kom málib tii annarar
uinræðu á fólksþínginu. Engin breytíngar-atkvæði voru
komin fram af hendi þíngmanna; var svo málið í heild
sinni tekife til umræðu. Nefndarálitið, dags. 8- November
1870, var og lagt fram, og var svolátanda:
((Nefndin hefir lesib og raunsakað frumvarp það, er
stjórnin hefir lagt fram, og virðist henni það í öllu veru-
legu, bæði að efni og formi, samkvæmt frumvarpi því
um fjárhagsmálefni Islands, sem her var rædt á ríkis-
þínginu 1868 — 1869, einsog það var samþykkt af fólks-
þínginu við síðustu umræðu, 24. Februar 1869. Auk titils-
ins, sem nú virðist réttari-, og lítilfjörlegra orðabreytínga,
sem yfirhöfuð virðast fara betur, er mismunurinn þessi:
1. Nú er stúngið uppá, að lögin öðlist lagagildi 1.
April 1871, en áður höfðu menn hugsað sér, að hin
sérstakiegu málefni íslands skyldu fyrst verða skilin úr,
jafnframt og stjórnarskrá fyrir þessi málefni yrði komið á ;
2. I lagafrumvarpi þessu er jþað beinlínis tekið fram,
að engar kröfur verði gjörðar til Islands til almennra ríkis-
þarfa, meðan það hefir ekki fulltrúa á ríkisþínginu; í hinu
frumvarpinu (1868 — 69) var ákveðið, að ísland skyldi
ekkert greiða í þessu skyni, þángað til öðruvísi yrði
ákveðið með lögum, sem ríkisþíngið samþykkti;
3. I frumvarpi því, er síðast var nefnt, var það
tekið fram, að þegar vafi yrði á, hvort eitthvert málefni
væri að eins sérstaklegt fyrir Island, skyldi þetta ákveðið
með lögum, sem ríkisþíngið samþykkti; enn fremur, a ð hið
árlega tillag, sem verður goldið til hinna sérstaklegu útgjalda
Islands úr ríkissjóði, gæti orðið breytt með lögum, sem
ríkisþíngið samþykkti; og loksins, að yfirstjórn hinna
íslenzku málefna megi einúngis verða af konúngi fengin
‘) Ný Félagsrit XXVI, 39.
2) J>að er að segja, að nú er stjórnarmálið, sem ríkisþíngið átti
ekkert atkvæði um, svosem hinn fyrri dómsmálaráðgjafl Casse
vottaði, gjört að aðalatriði, en fjárhagsmálið, sem var aðal-
efni í frumvarpi stjóruarinnar 1868—1869, og sem alþ'tng
heflr beðið atkvæðis um, er nú í lægra haldi.