Ný félagsrit - 01.01.1871, Qupperneq 34
34
XJm stjórnarmálið.
máli aí) gegna1; eg vildi þá gjarnan veita þeim, a& eiga
hlut í aí> ákveSa, hvab skuli vera sérstaklegt fyrir Island,
og hvab aimenn ríkismál, en þegar svo er ástatt, sem
nú, þá er þaí> mitt álit, aí> hér sé hinn rétti úrskurbar-
statiur. — í 7. gr. er kvehifi svo a& or&i: „þessi lög ö&Iast
gildi 1. dag Aprilmána&ar 1871.” Eg hugsa mér, af>
þessi ákvör&un geti or&ife orsök til mótmælis frá hálfu
Islendínga, af> þeir nefnilega kunni a& halda, a& engin
lög, sem snerta Island, eigi a& geta or&i& gildandi fvr en
þau hafi veri& lög& fyrir alþíng; en þa& er ómögulegt, a&
lög þessi geti or&i& lög& fyrir alþíng á Islandi fyrir 1.
April 1871. Hér vil eg þ<5 einnig halda því fram, a&
ákvör&un þessi hafi fulla heimild, því hún þý&ir, a& lög
þessi gilda milli hinnar dönsku stjórnar og
hins danska ríkisþings, þ. e. fyrir Danmörku®;
en því næst gilda þau og a& nokkru leyti fyrir Is-
land (I). í fyrsta lagi gilda þau aö því leyti fyrir ís-
land, a& Íslendíngar geta ekki vænzt e&a krafizt hærra
*) J>að er mjög óheppilegt, að þessi þíngmaður, sem ætlar að vera
svo sanngjarn og rettvís og velviljaður Islandi, horiir í öllu
öfugt við: hann sér engin réttindi vor, þó hann hafl konúngs-
bréf 23. Septbr. 1848 og loforð konúngs 1867 fyrir augunum;
hann vill ekki láta gánga nærrí rétti vorum verulegum, en þó
þykir honum ekkert í, að ríkisþíngið seti lög um mál, sem því
koma ekki við og það heflr aldrei haft með að sælda, og það
án þess að alþíng fái að sjá þessi lög, því síður að samþykkja
þau; hann segir, að ríkisþíngið eigi með þetta, af því vér krefjumst
tillags af ríkissjóði; en vér höfum ekki kraflzt ^tillags” af
ríkissjóði, heldur árgjalds fyrir eignir Islands. það er ekki gott
að skilja, hvernig Islendíngar ætti að geta mist nokkur þjóð-
réttindi fyrir það, að þeir hafa svnt með rökum, sem enn eru
óhrakin, að Island eigi fé hjá ríkissjóðnum.
2) Vér höfum ieyft oss að benda á þessa grein, því hún er eptir-
tektar verð, og henni er hvergi mótmælt af stjórnarinnar hálfu
eða annara þíngmanna.