Ný félagsrit - 01.01.1871, Qupperneq 73
Um stjórnarmálið.
73
■Nú kynni menn ab segja: |)ab er til einkis ab tala
um réttindi Islands, enn síSur um jafnrétti, eba ab leiba
rök ab slíku, þegar sett eru lög, sem beinlínis eru sett í
því skyni, ab verba valdbobin kúgunarlög, og taka þvert
fyrir þab, sem vér höfum sannab ab réttindi vor standa
til. þó ab því verbi ekki neitab, ab mikib sé tilhæít í
þessu, og ab landsréttindum vorum sé mjög, nærri höggv-
ib meb lögum þessum, þá virbist oss alls engin ástæba
til ab linast fremur upp eptir þessi lög en ábur, heldur
er nú miklu framar hvöt til fyrir oss ab fylgja mál-
stab vorum meb enn þá meiri snerpu og samheldi, en
ábur hefir úverib sýnt, og þab því heldur, sem lög
þessi gátu ekki komib oss á óvart, heldur máttum vér
miklu fremur búast vib þeim enn lakari, eptir því sem
stjúrnin hafbi ögrab oss meb, og konúngsmennirnir hótab
oss á alþíngi 1869. þó svo hefbi farib, sem út leit
fyrir í fyrra sumar, ab stjórnin hefbi hvorugt gjört,
hvorki ab samþykkja frumvarp alþíngis og heldur ekki
ab setja lög, heldur látib allt standa í stab, þá hefbi þab
ekki verib betra en þetta. f>á hefbi allt verib í sjálf-
heldu, og hvorki gengib fram eba aptur, og þó ab vísu
heldur aptur, því svo var ab skilja á orbum stjórnarfor-
setans, sem þá var, ab harm hugsabi sér ab ná sama
tilgángi og Lehmanns frumvörpin stefndu ab, en meb
öbrum rábum, þar sem hann sagbi:
þó stjórnin nú ekki vili bera þetta mál upp á ríkisþíngi, til
þess að fá á það laga snið, þá getur hún samt hagað til öld-
úngis samkvæmt skoðun þíngsins á hinni stjórnlagalegu hlið
málsins; á þenna hátt hugsar hún ser eiginlega að koina
málinu iengra áleiðis, en með því að fara hinn veginn”.
þab er meb öbrum orbum, ab stjórnin lét þá, sem
hún ætlabi ab neyta þeirra rába, sem hún hefir í valdi