Ný félagsrit - 01.01.1871, Page 100
100
Um stjórnarmálið.
eba reikníngskröfur frá vorri hálfu, heldur viljab láta
þab gjald, sem þeir leti úti, heita gustukagjald, sem væri
látib í té einúngis til þess ab koma íslandi á fyrsta stig til
sjálfsforræbis. þab er engin naubsyn, ab skýra ítarlega
frá öllum þeim uppástúngum, sem komib hafa fram um
gjald þetta, en vér skulum einúngis geta hinna helztu.
þab var fyrst tekib fram á ríkisþíngi Dana 1857 og síban
1860, ab rétt væri ab leggja ijármálavald íslands í hendur
alþíngi, og leggja þar til fast ákvebib árgjald úr sjóbi
konúngsríkisins, en þá var engin upphæb tiltekin Nefndin
1861 var samhuga um þab, ab stínga uppá, ab árgjaldib
skyldi verba fast ákvebib, og ab þab skyldi verba borgab
út meb innstæbu í óuppsegjanlegum ríkisskuldábréfum.
Upphæbina sjálfa kom nefndarmönnum aptur á móti ekki
saman um, og kom þá þegar fram ágreiníngur um, hvort
gjaldgreibslan væri reikníngskrafa eba skuld, eba hún væri
sanngirniskrafa, sem bygbist ab nokkru leyti á fyrirfaranda
ástandi. Reikníngskrafan var hérumbil 120,000 rd. ár-
gjald, en aptur á móti var stúngib uppá, ab ísland skyldi
greiba 20,000 rd. árlega til almennra ríkisþarfa. Sann-
girniskrafan var metin til 42,000 rd., og skyldi 29,500 rd.
vera föst, en 12,500 rd. standa um 10 ár og fara síban
mínkandi um 500 rd. á ári, þartil sú gjaldgreibsla hyrfi
ab öllu. þessa uppástúngu abhylltist dómsmálastjórnin, en
hinn danski fjármálarábgjafi dró úr henni, og vildi alls
ekki samþykkja fast árgjald, heldur ab eins um nokkurra
ára bil; var þab enda meb herkjum, ab hann vildi láta
þab árabil vera J 2 ár. þetta varb því uppástúnga stjórn-
arinnar til alþíngis 1865, hin fyrsta meb ákvebinni ár-
gjalds-upphæb. Fyrirsögnin sjálf á þessu frumvarpi:
) Ný Félagsrit XXVI, 5—7.