Ný félagsrit - 01.01.1871, Síða 166
166
Harmatölur Seresar.
Himna Seifur hlær án skýja
Hýr frá strauma speglum blám.
Vestri* 1 2 bærir vængi hlýja,
Vaggast barr á runnum smám.
Vakna í lundum ljóö án enda,
Leikur bergdís foss þar gnýr,
011 þín bldmin aptur venda,
Aptur dóttir þín ei snýr.
Æ, bve ótal ángurstundir
Eg nam leita um foldar reit!
Títan3! hvern þinn geisla um grundir
Gó&rar sendi eg burt á leit.
Samt mér kunni enginn inna
Asján kærrar dóttur frá,
Auga dags, er allt má finna,
Ei mitt barnib horfna sá;
en áður hún færi þaðan, lét Hades hana bergja granatepliskjarna,
og varnaði henní þannig fullan skilnað við sig. Var nú ákveðið,
að Próserpína skyidi vera þriðjúng árs í neðri byggðum hjá
Plútoni ver sínum, en tvo þriðjúnga árs í dagsheimi hjá im'ður
sinni. Varð þá Seres aisátt við Sevs og hvarf aptur til Olymps.
A þessari goðsögn (Mythus), sem er ein hin dýpsta og fegursta
i enni grísku goðafræði, er byggt kvæði þetta, og haldið jafnt
fram hinum ’ mannlegu og náttúrulegu atriðum sem þar í eru
fólgin; Seres kornræktargyðja er upphaflega hin alfrjóa og
móðurlega jörð, og Próserpína dóttir hennar er blómríkið, sem
deyr út á haustin og hnfgur í þeim skilníngi til undirheima;
jafnframt er Seres ímynd móðurlegrar ástar og hryggðar, er hún
harmar hinn sviplega missi dóttur sinnar; það er hin mann-
lega hliðin. Schiller lætur vera samvistaskilnað móðurinnar í
sólarheimi og dótturinnar í myrkheimi, en þó óslitið samband;
fræið i jörðinni, vorgróðinn, sumarblóminn, haustgróðinn, allt
þetta er þeim þögult ástarmál sfn í milli, svo þær hafa eilífa
samtilflnning hvor með annari jafnt i sorg og gleði.
2) Vestri = Sefýros, hlýr og gróðrarsamur vestanvindur.
2) Títan = Helíos, sólarguðinn.