Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 13
13
hana á fætur. „hvað hefur yður viljað til?“ ]>egarLitte-
garde var sezt í sæti, sagði hún honum, hvernig komið
var, og hversu svívirðilega sakargipt Jakob greifi hefði
borið á sig fyrir dúmnum í Basel. til þess að fyrra sjálfan
sig grunsemd um víg bróður síns, hversu fregnin um þetta
hefði orðið föður hennar að bana, og hversu bræður
hennar í stað þess að hlýða á það, er hún gat fært sjer til
rjettlætingar, hefðu misþyrmt sjer hræðilega og loksins
rekið sig burt úr höllinni, einsog hún hefði drýgt hið mesta
ódæði. Beiddi hún Friðrek að koma sjer til Basel með
sæmilegri fylgd, og vísa sjer á einhvern lögfróðan mann.
sem gæti dugað sjer með hyggileguin ráðum, þegar hún
ætti að ganga fyrir hinn keisaralega dóm. Kvaðst hún
eigi hafa átt sjer slíkrar ákæru von af Jakobi greifa,
heldur enn manni, sem aldrei hefði komið fyrir augu
hennar. og ætíð hafa haft andstyggð á honuin, bæði af
því hann var rnanna ljótastur og hafði á sjer mesta óorð.
Hún sagðist og hafa tekið öllu kurteisis hjali hans með
fæð og fyrirlitningu, þegar hann seinast umliðið sumar
hefði farið fram á slíkt. „jþetta er mjer nóg, ástkæra
Littegarde!“ inælti Fridrek um leið og hann tók um hönd
hennar og kyssti á liana, „eyðið engum orðum til að verja
sakleysi yðar! 1 brjósti mínu talar guðleg rödd yðar máli,
betur enn sjálfar þjer og betur enn allar lögmætar rök-
semdir, sein þjer kunnið að tínasainan og leggja fyrir dóm.
Með því nú bræður yðar hafa af rangsleitni og ódrenglyndi
yfirgefið yður, þá leyfið mjer að vera vinur yðar og bróðir
og unnið mjer þeirrar sæmdar, að verja mál yðar. Skal
eg rjetta svo yðvarn hlut, að sætnd yðar standi llekklaus
og óskert sem áður fyrir dómnum í Basel og fyrir dómi