Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 28
28
okkar skulum við kjósa það, sem skynsamlegast og skil-
janlegast er, og trúum því heldur, að þú sjert saklaus enn
að eg hafi beðið ósigur. Guð minn! herra lffs míns!“ mælti
hann ennfremur og hjelt höndum fyrir andlit sjer, „varð-
veit þú sál mína frá örvæntingu. Svo sannarlega sem eg
vil sáluhólpinn verða, hygg eg að eg sje ósigraður af
sverði fjandmanns míns, fyrst eg, sem lá flatur undir
dupti fóta hans, er nú upprisinn til lífs. Hlýtur hin æzta
guðlega speki að birta sannleikann undireins og menn
ákalla hana? Littegarde!“ sagði hann að endingu og
hjelt fast um hendi hennar „lítum í lífi okkar til dauðans
og í dauða okkar til eylífðarinnar, og fulltreystum því, að
sannleikurinn komi í Ijós fyrir einvígi það, er eg háði þín
vegna.“ 1 því hann mælti þetta kom hallargrejfinn inn;
sagði hann frú Helenu, er sat harmþrungin við borð eitt,
að slík geðshræring mundi spilla heilsu sonar hennar; fór
Fridrek þá fyrir bæn hennar og systra sinna aptur til
fangelsis síns með þeim. og þókti honum þá sem hann
hefði bæði huggað og huggazt.
Um þessar mundir hafði dómurinn í Basel höfðað
mál á móti Fridreki Trótu og frú Littegarde fyrir það, að
þau hefðu níðst á hinum guðlega dómi. Voru þau bæði
dæmd til hins háðuglega dauða að brennast á báli, á
sjálfum hólmgöngustaðnuin; voru ráðherrar sendir til að
birta þeim dóm þenna og mundi dómnum þegar hafa verið
fullnægt, hefði keisarinn ekki ásett sjer að láta Jakob greifa
Rauðskegg vera við líflát þeirra, því hann trúði honum
illa. En þó undarlegt væri, lá greifinn ennþá veikur af
hinni litlu skeinu, er Fridrek Tróta hafði komið á hann,
fyrst þegar einvígið hófst. Voru vessarnir í líkama hans