Ný sumargjöf - 01.01.1859, Qupperneq 46
46
segja honum upp þjónustu sinni, ef hann ekki gerði sjer
það uppskátt. J>á svaraði Djöfullinn loksins: „Eg hata
krossinn: A slíkan kross var einusinni hengdurvKristur
nokkur, sem er hinn versti óvinur minn og leikur opt
illa á mig. Legg eg því á flótta í hvert skipti sem eg
sje krossinn og er mjer það ekki sjálfrátt, “ Tók þá
Repróbus þannig til orða: „Eg sje glöggt, að eg hef
villzt á þjer, því eg hugði þig mestan og voldugastan
allra konunga. En ef þú ert svo hræddur við kross-
inn Krists, hversu iniklu máttugri og voldugri, enn þú
hlýtur þá Kristur sjálfur að vera? Farðu vel! hjeðanaf
þjóna eg engum öðrum enn Kristi konungi.“
J>á hóf Repróbus aptur göngu sína og leitaði að
drottni vorum Kristi utn víða veröld. Og er hann
Iengi hafði villzt, hitti hann guðhræddan einsetumann, sem
fræddi hann um Jesum Krist, inátt hans og veldi. Hlýddi
Repróbus á hann með guðrækni og mælti sfðan: „Allt
þetta geðjast mjer vel. Eg er fús að þjóna þessum
mikla og volduga herra meðan eg Iifi, en eigi veit eg,
hvernig eg á að fara að því.“ Svaraði þá einsetumað-
urinn : „J>að er drottni vorum þóknanlegt, að menn leggi
á sig meinlæti og krossfesti holdið. J>ú verður því að
temja þjer föstur.“ „Eg hlýt að eta, þegar eg er hung-
raður,“ mælti Repróbus. „og get eg ekki lialdið þetta
bodorð; nefndu tnjer annað.“ „Drottinn hefur lagt
rfkt á við oss,“ sagði einsetumaðurinn, „að vjer skyldum
vaka.“ „Eg verð að sofa þegar eg er þreyttur,“ sva-
raði Repróbus, ,.og get eg ekki haldið þetta boðorð.
Nefndu mjer annað.“ Leggðu stund á bænir,“ inælti
einsetumaðurinn. J>á svaraði Repróbus: „Hvernig á eg