Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 62
62
Meðan jurtin er ný og fersk er hún þvínær bragðlaus
og þeilaus.
þegar það nú er athugað, að jurt þessi ber ekki
ætilegan ávöxt, og þess er gætt, að hvorki rótin nje
aðrir partar hennar eru fallnir til neyzlu, að því fer
i'jærri, að hún sje fögur eða ilmandi, heldur þeíill og
bragðvond, að hún veldur klýu, uppköstum og höfuð-
svíma ef henni er rennt niður, og getur jafnvel orðið
banvæn, ef neytt er af henni til muna — þá skyldu
menn eigi ætla, að hún yrði svo mikils metin, nema ef
til vill einsog annað læknismeðal. Sízt mundi nokkur
hafa sjeð það fyrir, að svo mikil stund mundi verða
lögð á að rækta hana, og verka, að margar þúsundir
manna myndu starfa að því, og margar milidnir manna
neyta hennar. j>að hefur reynzt á tóbakinu, sem opt.
reynistá mönnum. að þeir komasttil virðingar og metorða,
sem menn sízt skyldu ætla.
|>egar Spánverjar komu til Vesturheims, hittu þcir
jurt þessa fyrir, og stendur í helztu ferðabókum þeirra,
að innbúarnir hafi notað hana einsog græðslumeðal við
sár; þess er og getið, að heldri menn við hirðina í
Mexikó hafi þá reykt vindla. j>egar Englendingar stofn-
uða nýlendur í Norðurameríku var það einnig siður
innbúanna þar. f>að er svo að sjá sem Norðurálfubúar
hafi fyrst kynnzt tóbakinu á Antillaeyuin; því nafnið
,,tobako“ er haytiskt og merkir eginlega pípuna, sem
reykt er gegnum, en ekki jurtina sjálfa. A inexikanska
tungu nefnist jurtin ,,yetl:t og áPerúmanna máli „sayri.“
Hitt er misskilningur, að nafnið sje kennt við eyna
Tabagó.