Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 65
65
má af því, að hann bannaði tóbaksræktun á Englandi,
þá var ritið fremur sprottið af konunglegri fyndni enn
fullri alvöru. Enda er fyrirsögn ritsins svo látandi:
..Konunglegt gamanrit um ranga nautn tóbaksins (Lusus
regius de abusu tabaci). Nokkrir Jesámenn á Pólina-
landi hröktu rit þetta í fullri alvöru ineð öðru riti, er
þeir kölludu: Antimisocapnus. |>að má nærri geta, að
menn slóu skollaeyrunum við prjedikun Jakobs konungs.
Tóbaksreykingar föru mjög í vöxt á Englandi og rjenuðu
fyrst nokkuð seinast á átjándu öld, því þá þókti heldra
fólki heldur dónalegt að reykja tóbak og fór því að
taka í nefið.
Raphael nokkur Thoríus orkti lofkvæði tóbakinu
til dýrðar, og um sama leyti setti tírban páfi 8di hvcrn
þann útaf sakramentinu, sem tók í nefið í kyrkjunni.
það flýtti einna mest fyrir útbreiðslu tóbaksins,
að svo hægt var að rækta það þvínær hvervetna, hvernig
sem loptslagið var, og leið þvf ekki á löngu að tóbaks-
jurtin var ræktuð í öllum löndum Norðurálfunnar, Asíu
og Afríku. En þá var forboð lagt á ræktun tóbaksins
eða hún var mjög svo takmörkuð. |>ví með því neyzla
þess fór í vöxt, þókti stjórnendum tilhlýðilegt að láta
ríkissjóðinn græða á henni. þannig var tóbaksverzlun
dregin undir landsstjórn og tóbakið selt dýru verði.
Varð þá annaðhvort að banna tóbaksræktun eða leyfa
liana því að eins, að tóbakið yrði selt fyrir lítið
í'ast ákveðið verð. |>annig hefur til skamms tíma verið
ástatt á eynni Kúba og í Mexicó og eru bæði þau
Iönd afbragðsvel fallin til tóbaksræktar. Er þar ekki
leyft að rækta tóbak nema á einstöku stöðum og er
Ný Sumargjöf 1859.
5