Ný sumargjöf - 01.01.1859, Qupperneq 91
91
Kúla ein eða ör, sem gekk innuin hanzka Jóhanns
Jústiníanís olli því, að Mikligarður vannst svo fljótt.
þegar hann sá blóðið og kenndi sársaukans fjellzt honum
hugur, en hann var með framgöngu sinni og fyrir-
hyggju hinn öflugasti múr borgarinnar. Gekk hann þá
burt til að Ieita sáralæknis, en hinn óþreytandi keisari
sá, er hann flýði og kallaði til hans: „fjer eruð lítt
særður; háskinn vofir yfir: allt er komið undir yðar
nærveru; og hvert ætlið þjer að flýa.“ „Sömu leið,“
svaraði hann felmtraður, „sem guð hefur greitt Tyrkjum,“
Að því mæltu hljóp hann í skyndi innum eitt af
skörðuin þeim, er brotin voru í innra vegginn. Með
þessari lítilmennsku flekkaði hann heiður hinnar herfrægu
æfi sinnar, og hina fáu daga sem hann lifði eptir í
Galata særðist hann bæði af yðrun sjálfs síns og
ámælum annara. Mestur liluti hins vallenzka hjálp-
arliðs gerði að hans dæmi, og tók vörnin að linast,
en atsóknin harðnaði hálfu meir. Tyrkir voru fimmtíu.
og ef til vill hundrað sinnum liðsterkari enn hinir
kristnu; fallbissu skotin umturnuðu hinuin tvöfalda
borgarvegg; voru margir staðir hægir aðgöngu eða
illa varðir, sem vænta mátti á * nokkurra mílna svæði,
og þurfti þó ekki meira enn að áhlaupsmenn kæinust
inn í borgina á einum stað til þess, að hún ynnist
gjörsainlega. Hinn fyrsti, sem varð maklegur verð-
launanna af soldáni, var Janitscharinn Hassan, mikill sem
jötun og hinn rainmasti að afli. Klifraðist hann uppá
ytri vegginn með sverð í annari hendi, en hjelt fyri
sjer búklara með hinni. Af hinuin þrjátíu Janitschörum,
er þreyttu kappleik þenna með honum, fjellu átján.