Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 102
102
hið skjótasta við að verða frjáls og sá svo um, að
herforingjaráðið stingi uppá því, að hann væri látinn
snúa aptur til neðra Saxlands til þess að frelsa borgina
Köln frá umsátri. Meðan á því stóð, frjettist, að Gústaf
Adolf vcgna kulda hefði látið lið sitt flytja inní borg-
ina, þókti það vottur þess, að hann mundi ætla í
vetrarsetu. Fjellst Wallenstein því á uppástunguna og
var Pappenheim sendur með 12 þúsundir manna til
Halle. Skyldi hann ná borg þessari ásamt höllinni frá
Svíum og láta lið það, er hann hafði með sjer, leggjast
þar í vetrarsetu, þvínæst skyldi Pappenheim sjálfur
lialda herferðinni áfram til neðra Saxlands með tvær
herdeildir Króata, og flýta sjer með liði því, er þar
væri fyrir til liðs við Kölnarmenn. Wallenstein fylgdi
honum með öllum her sínum til Liiszen og ætlaði þaðan
til Leipzig líklega í vetrarsetu. í Weisenfels voru skilin
eptir nokkur hundruð manna, til að liafa vandlega gætur
á öllum ferðuin konungs, kom inönnum ásamt um, að
ef Svíar sæust nokkurstaðar, skyldi gera hinu liðinu
vísbending um það ineð þremur fallbissuskotum.
4. dag nóvembermánaðar lögðu þeir Wallenstein
og Pappenheim á stað frá Weisenfels og frjetti Gústal
Adolf það samdægris. Rjeði hann þá af að taka sig
upp til þess að sameinast liði hertogans af Liineburg.
ef kostur væri, og fór hann því frá Naumburg 5. dag
nóvemberm. tveimur stundum fyrir Iýsingu. f*egar
Kollóredó liðsforingi í Weisenfels frjetti til ferða Svía.
ljet hann eptir undirlögðu ráði skjóta þrjú fallbissu skot
og leitaðist við að draga undan til Liiszen. Eltu
Svíar hann og hertóku marga menn hans; varð konungur