Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 107
107
stóð, var ekki að hugsa til bardaga og varð konungur,
þó honum líkaði illa, að fresta atlögunni enn þangaðtil
dagaði. Reið hann samt út til að sjá, hvort á öllu
væri góð regla. Hann var svo búinn, að hann var í
leðurstakki úr elgsdýrshúð og gráuin kufli. Leiddu
inenn honum fyrir sjónir, að á slíkum degi væri nauðsyn
íið vera í brynju. En konungur hafði þá mótbáru, að
ef hann væri í brynju, kenndi hann sársauka af kúlu
þeirri, er hafði sært hann hjá Dirschau*). Sárbændu menn
hann að láta að orðum sínum. „Nei!“ svaraði hann.
„guð er brynja mín.“ Eins færðist hann undan að
neyta nokkurs matar, og fastaði hann einsog hann
gengi til guðs borðs; stje hann nú á bak hvítum hesti
og reið fram til fylkingarinnar.
Á merkisdegi þessum voru næstir konungi, hertogi
Frants Albert af Láenborg ineð þjóni sínum, hinir þjóð-
versku höfðingjar Molch, Kreilsheim, Truchsesz, og
Leubelfingen, átján ára gamall hirðsveinn frá Niirnberg,
ennfreinur segja sumir, að liinn sænski meðreiðarþjónn,
Erland Lindlöf hafi verið með honum.
Um aptureldingu hjeldu allir herflokkarnir morgun-
bænir og sungu sálminn: „Óvinnanleg borg er vor guð.“
þvínæst reið konungur um fylkinga raðirnar til að cggja
liðið. Fyrst vjek hann sjer að Svíuin og mælti:
*) I orrustunni vit) Dirschau, þegar Svíar áttu f strfíii vií) Pólinalands
menn, kom kúla í hægri öxl Gústafs svo fast, at> haun steyptist til
jartiar, en blót) stökk af nefl hans og munni. Allir hugtm sárib
banvænt, en þat) var þó eigi; pegar læknirinn sagti aí) ómögulegt
væri at) ná út kúlunni, svaratíi Gústaf: „Láttu hana þá sitja til
minningar.“