Ný sumargjöf - 01.01.1859, Síða 108
108
^Astkæru bræður og landar! nú er sá dagur að hendi
kominn, að þjer eigið að sýna augum alls heims, hvað
þjer haíið numið í svo mörgum orrustum og leiðangrum,
sem vjer höfum átt í. Fjandmenn þeir, er vjer svo
lengi höfum sókzt til fundar við, standa nú beint framnii
fyrir oss, hvorki víggyrtir á háum, ógengum hæðum nje
heldur bakvið örugg virki, heldur á jafnsljettu og eiga
ekki meiri hagsmunum að fagna cnn vjer. Vitið þjer,
hversu gætilega þeir hafa sneytt hjá oss að undanförnu.
Nú þótt þeir í dag haíi breytt ráðlagi sínu um
þetta, þá hefur þeim samt eigi snúizt hugur. {>eir
hræðast oss jafnt sem fyrr, og þvíaðeins láta þeir staðar
numið, að nauðsyn dregur til. Fram því til bardaga,
fyrir konung og fósturjörð, fyrir drengskap og frelsi,
fyrir tímanlega velgengni og eylífa sælu. En ef þjer
— því afstýri guð enn hæzti! — bíðið ósigur í þetta
sinn, þá segi eg yður fyrir fullt og fast, að fokið er í
öll skjól og engin viðreisnar von og ekki eitt bein af
vorum beinum mun hvfla í skauti fósturjarðarinnar.
Eg veit að þjer eruð búnir til að ganga með mjer í
dauðann fyrir vort heilaga málefni “ Æpti þá liðiö
gleði ópi og rómaði vel orð hans, en hann reið til hins
vinstra fylkingararins og ávarpaði f>jóðverja þannig:
„f>jer einlægu bræður mfnir og fjelagar! eg bið yður
og áminni fyrir kristilega samvizku yðar, fyrir sæmd
yðar, fyrir yðar tímanlegu og eylífu velferð, gerið í
dag skyldu yðar og gætið þess, að undir því er komið
frelsi vort, fjör og velmegun, já! ennfremur vor heilaga
trúarjátning. Fyrir einu ári síðan unnuð þjer með
hreysti yðvarri frægan sigur yfir hinum gamla Tilly og