Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 14
14
er svo lík Völuspá sumstaðav að menn hafa tekið til, einkum
þessum stað í Völuspá:
var-a sandr né sær
né svalar unnir
jörð fannst æva
né upphiminn
gap var ginnúnga
en gras ekki;
þá stendur svo í Vessubrunnabæninni (eg hef sett íslendska
þýðlngu hjá, til að sýna líkíugu málanna og hvernig allur
skáldskapurinn eða þyðíngin fellui af sjálfri sér):
Dat gafregin ih mit lirahim þat frá ek með fírum
firiuizzó meista
dat ero ni was
noh uíhimil
noh paum noh heinig
noh pereg ni was
no sunna ni scein
no máno ni liuhta ...
forvitsku mesta
þat jörð né vas
né upphiminn
né baðmr né einnog
né bjarg of vas
né sunna of skein
né máni lýsti...
og að hugmyndirnar í slíkum kvæðum, hvovt heldur þau
eru heiðin (eins og Völuspá), eða kristin (eins og Vessu-
bvunnabænin mun vera álitin, af því hún nefnir »almáttkan
guð« — en hún getur allt að einu verið heiðin samt, því
heiðíngjarnir trúðu líka á guðlegt almætti), sé upprunalega
upp runnar á austurlöndum, það sýnist vera sjálfsagt. því
eitt lofkvæði í Itig-Veda (sbr. Gefn III, 2, 2) byrjar þannig:
»J>á var hvorki ekkert né nokkuð, enginn heimur, enginn
himinn, né nokkuð þar yfir ... dauði var ei, né ódauðleiki,
né deilíng dags og nætur«; frá austurlöndum hafa þessar
heimshugmyndir runnið út um Norðurálfuna, raunar meira
eða minna breyttar, og vér finnum þær hjá Hesíódusi, Vir-
gilíusi, Ovidíusi, og fleirum; þar á meðal hjá enum orphisku
skáldum, sem hafa geymt enar elstu huginyndir Forngrikkja.
Svo eru og eun vísur fyrir utan Eddukvæðin, sem sýna
merkilegan skyldleika við fornensk kvæði; tökum vér til