Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 8
• 8
Gulskinna Gráskinna Rauðskinna og Silfra; en Sæmundar
bók var Edda og kalladist Sæmundar-Edda eða Sæmundar
Veda. Um sögurnar um Sæmund þurfum vér annars ekki
að fara lieiri orðum; einúngis má geta um samhljóðanina á
milli Goðrúnarhefnu 45: »komnir voru úr Myrkheimi« og
orðanna í fjóðsögunum 1, 516: »ill er fylgja þín, bróðir,
hrafn úr Niílheinm; sömuleiðis í þjóðsög. 1, 491: »skall
þar hurð nærri hælum«, í Brynh. II. 64: »Hrynja hánum
þá á hæl eigi hlunnblik hallar hríngi litkuð«; í Hýmiskviðu
33: »eu á hælum hríngar skullu«. Hér er náttúrlegt og
sjálfkiafa samband, en engin eptirstælíng á hvoruga hliðina;
annars er þessi hugmynd mjög víðförul um germansk lönd.
Eg hef á undari (III, 1, 20) tekið fram. að prestskapur
Sæmundar ekki megi dæmast eptir vorra tíma skoðunum og
háttum, og það sést á orðum Kristnisögu kap. 13: »f>á
voru flestir virðíngamenn lærðir ok vígðir til presta, þó at
höfðíngjar væri, svá sem var Hallr Teitssun 1 Haukadal
ok Sæmundr hinn fróði« o. s. fr.
Málið á Eddukviðunum er yfir höfuð allstaðar sjálfu
sér samkvæmt, eptir því sem til má ætlast í skáldskap;
það minnir á Islendíngabók Ara. Engin Eddukviða er svo
skáldleg heild, að hún ekki sé full af misfellum og afsleppum
hugsunum, svo sýnist eins og eitthvað vanti sumstaðar í;
en þetta þarf alls ekki að vera rángminui eða riturum að
kenna, heldur geta kviöurnar vel verið ortar þanmg upp-
haflega, Hinar emustu Eddukviður, sem geta kallast skáldleg
heild, eru Sólarljóð og Gunnarsslagur — báðar eru í litlum
metum: hin fyrri af því það er »kristið« kvæði, og hin
síðari af því höfundurinn þekkist, sem eru ágætar ástæður
til fvrirlitníngar. Menn hafa sagt, að »þetta geti ómögulega
orðið tekið til greina, þó (eða af því) það standi i Gunn-
arsslag«, og Bask þóktist geta séð að Gunnar Pálsson
mundi hafa ort kvæðið af því hann fann þar eitt »rángt«
orð, eins og raung orð sé ekki um allt í hinum Eddukvið-
unum! Mest hafa menn kvalið sig á Völuspá; menn hafa