Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 31
31
af á latínu »sericum«, því Kínamenn hétu Serae; á grisku
heitir silki »sindon«, á fornensku »sendele« o. fl., kannske
svo kallað af Sind=Indus, af því menn hafa haldið að þar
væri upprunaland þess), og vér getum fylgt þessum hlutum
þannig af orðaflutnínginum. Silki gat komið til Norður-
landa beinlínis frá austurlöndum, því þó Jústiníanus keisari
léti ná silkiormum frá Kína á 6tu öld (e. Kr.), þá gat það
flutst laungu fyr um enar miklu þjóðbrautir sem lágu frá
Kína og yfir Issedon til vesturlanda og vér vitum að Róm-
verjakonur höfðu silkifót þegar á Krists dögum, sexhundruð
árum áður en Jústiníanus var uppi. Silki kemur þráíald-
lega fyrir í æfintýrasögum svo sem eitthvað mjög sjaldgæft
dýrindi og töfurkennt; æfintýrafólkið sigldi með silkiseglum
og hári töframeyjanna er líkt við silki; Möndull gaf Gaungu-
hrólfi silkiblöku til þess að standast Grím ægi, hina ógur-
legustu ófreskju sem getið er um í sögum; Jökull stiga-
maður svaf í silkiserk (í Vatnsdælu), og sömuleiðis tröll-
konan sem þorsteinn uxafótur drap á Heiðarskógi (Fornm.
S. 3, 125); merki Ragnarssona var úr siiki, og var haldið
sigurmerki, og »silkihjúpur« kallast skyrta Ragnars, sem
Áslaug gaf honum (Fornaldar S. 1,352) og sem hlífði honum
við öllu; sömu náttúru var skvrta Örvarodds, sem hann fékk
á írlandi og hún kaliast »silkiskyrta« í erfidrápunni (v. 41).
Finnviður, ættfaðir Arnmæðlínga, var sagt að hefði fundist
í arnarhreiðri »í silkireifum« (Fagrskinna 146), það merkir
að enginn vissi upptök ættarinnar, svo þau voru sett lengst
inni í töfraheimi; með silkiþræði er sagt að saumuð hafi
verið saman ólífissár; svo saumaði Hrólfur Gautreksson
saman sárið á þóri járnskildi (Fornaldar S. 3, 139). Silki-
þráður er opt nefndur í gömlum lögum (shr. J. Grimm, D.
Rechtsalterth. 2 útg. 182-4; þar er ekki þráðurinn einn
það sem um er að gera, en að það var silkiþráður). Silki-
tjöld eru og nefnd i æfintýra sögum (Jón Árnason II 306.
320), og þaðan hefir Hallgrímur Pétursson hugmyndina:
»sitja í fögru silkitjaldi, sorg þeim engin nærri fer« ; dúk