Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 27
27
og víðar á Islandi, en hvergi annarstaðar á Norðurlöndum,
það eg veit; nema eg veit af einum eða tveimur hverum
nyrðst á Rússlandi, sem ekki geta komið hér til greina) —
eða »hver« tákni hér »ketil« í sömu merkíngu og í Goðrúnar-
harmi 50, 52 og 53; þó held eg heldur það fyrra.
Pleiri orð getum vér talið, sem sýnast benda á ýngri
tíma. Um orðið »forn« höfum vér getið áður (III 2, 19).
Á meðal þessara orða eru: ástgir Æsir (Yöluspá 17); hlíð
regin (Grímnismál 6, 37, 41); ólagat öl (Hávamál 67);
skækja (Hávamál 88; það er óvíst hvort skækjur hafi verið
snemma á Norðurlöndum, þó á seinni tímum sé talað um
»pútur« og »vændiskouur«); kögursveinn (Harharðslj. 13);
ísarnkol (Grímnismál 37); vafrlogi ([WaberloheJ Skírnisför
8.9); keyra plóg (Rígsmál 19); slá = drepa (Hyndluljóð 28;
»gjörðir hann at slá«, Sörla saga sterka 11); föst fold
(Grípisspá 1); at neyða e-n til e-s (sst. 25); víxla litum,
hömum (sst. 37, 42); sorgfullr (Goðrúnarkviða I, 1); bitrir
galdrar (Oddrúnargrátr 6); bitr tregi (Goðrúnarkviða I, 3);
ill skepna (sst. 24); biðja konu (Atlamál94); í heimi þessum
(sst. 86); fara í ljós annat (sst. 89).
Orðin í Yöluspá 25: »æ var hún ángan illrar brúðar«
sýna líklega hugsun kristins manns; því þó vér vitum, að
fjölkynngi var í fornöldinni tvenns konar: góð og ill, þá
verður ætíð að gæta þess, að sögurnar eru ritaðar af
kristnum höfuudum. Að seiðkonur hafi verið mikils metnar
í heiðni, hlýtur að vera sjálfsagt, því Freyja kendi fyrst
seið, það er: þekkíngu á forlögunum og öllum leyndardómum
(Yngl. 4), og þessi spádómsandi var heilagur og sjálfsagt
eign allra goðanna, þó það einúngis standi um Frigg, að
hún viti öll forlög fyrir, þó hún segi ekki spár (Lokagl. 29.
Gylfag. 20). þ>ar sem talað er um þrjár örlaganornir tJrð
Verðaudi Skuld, þá eru þær eiginlega ekkert annað en sjálfrar
Freyju þrískipta mynd, og þaðan erfðu allar aðrar nornir
sitt eðli, og voru á seinni tímum kallaðar spákonur, seið-
konur og völvur. Upprunalega voru þær heilagar; þetta