Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 69
69
vissi hreifíngu og möndulhalla jarðar; hann áleit allan al-
heiminn að vera samhljóðandi heild; að tíu himinhnettir
rynni í kríngum sólu, og að af rás himinhnattanna kænii
hljómur (harmonia coelestis, o: ef Pythagoras hefur
meint þetta þannig, eins og allir lærðir menn halda; en
áppovía þýðir líka samhljóðan í sömu merkíngu og vér höfum
það, sem er setníng, niðursetníng hluta, svo þeir eiga rétt
saman); hann vissi og að morgunstjarna og kvöldstjarna er
hið sania, og sýnast breyta stöðu sinui eptir snúníngi jarðar.
Hann kendi, að skilníngur væri æðst sálareðli, en dygðin
honum undirorpin. Eéttvísin er jöfn tala (ápc&nos loáxis 'loos).
Mennirnir standa í sambandi .við guðdóminn fyrir krapt
stjarnanna. Margir lærisveinar Pythagoras voru merkilegir
menn, svo sem Archytas frá Tarent, Timeus frá Lokris,
Hippon frá Bkegium og margir fleiri. Auðséð er á kenn-
íngum Pythagoras, að hann hefir numið af Egiptum og
Indum, því þar var stjörnulist iðkuð frá alda öðli meir en
nokkurstaðar í heimi; en kenningum hans var ekki nægur
gaumur gefinn, heldur týndust þær í lieimsiífinu; annars
mundu menn hafa vitað marga hluti nær sanni en var.
Ekkert rit er til eptir Pythagoras; kvæði nokkurt, er kall-
ast »gullvers« (%puosa énrj), og inniheldur lífsreglur og
ýmsar kenníngar, er varla eptir hann, þótt það sé kent við
nafn hans.
3. Hinn eleatiski skóli kallaðist þannig af Elea,
borg á Suðurítalíu; þar bjó Zenon (500 árurn f. Kr.), hann
var einna helztur heimsspekíngur þessa skóla. peir sem
þessum skóla fylgdu, álitu alla hluti að vera tómar hug-
myndir, að skilníngurinn einn væri verulegleiki, og að guð
væri heimurinn. Zenon kendi, að ef hlutir þeir, er í kríngum
oss eru, væri í raun og veru eins og vér skynjum þá, þá
væru þeir eintóm vitleysa og staðleysa; hanu áleit að engin
hreifíng gæti átt stað. þann kennslumáta hafði Zenon, að
hann talaði við menn, og kom þeim í bobba með orða-
snúníngum, svo þeir féllu um sjálfa sig. — Xenofanes frí