Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 39
39
verið kallað; sömuleiðis sést fátíekt vors auma og foraktau-
lega móðurmáls á því að lOda apríl kemur »Samlaget« með
»Samlagets« dýrð á aldönskum kalmúkksfrakka frá Ússeröð
þar sem er sú sterkasta klæðasmiðja í heiminum, en ógjörn-
íngur hefir þókt að hugsa að til væri orðmynd sem héti
»Samlagið« og »Samlagsins« — svo auðug er íslendskan
ekki. »Svo framt« (9. Marz 1872) höfum vér ímvndað oss
að væri »ef« á íslendsku, en liklega er meiri kraptur í
þessum tveim orðum, eins og líka tveir eru fleiri og sterkari
en einn, og það því fremur sem »ef« er ekki nema tveir
stafir. — J>aö er líka galli á blaðinu, að dómaskjöl eru þar
því nær ætíð svo stirðlega samin eða þýdd (því líklega munu
flest þeirra vera upphaflega samin á dönsku), að ekki er
unnt að skilja þau nema með sérlegri yfirlegu; en menn
eiga rétt á að heimta, að allt sé svo óbrotið og skiljanlega
ritað, að það sé almenníngi aðgengilegt »án ómaks eða
fyrirhafnar.« Fleira hirðum vér ekki að telja, en óskandi
væri, að blaðamennirnir vildu gæta þess, að ef þeir ekki
gæta málsins og vernda það, þá gefa þeir þarmeð höggstað
á þjóðerninu, sem ekki er hægt að skýla aptur, ef til vill.
þeir hafa mest tækifæri til af öllum mönnum að láta alltaf
heyra til sín, og með því hafa þeir einna mest og jöfnust
áhrif á þjóðina. Vér þykjumst varla þurfa að minna á það,
að fornritin og fornöld vor er sá hinn einasti óyggjandi
grundvöllur, sem vér eigum að byggja á, sem hér segir:
Er það ei enn hin sama sól
sem að á gyltum hjálmum skein,
er Óðinn hjörva galdur gól,
og gunnar logi nísti bein?
Er það ei enn hinn sami sjór,
sem að Hrínghorna í faðmi bar,
og flutti Baldur feiknastór
fram um grátsollnar öldurnar?