Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 99
99
Abailarð stofnaði skóla bjá París, og þángað flyktust menn
að honum hvaðanæfa; hann götvaði upp hverja mótsögnina
af annari í bókum kirkjunnar og þrumaði hlífðarlaust á
móti kirkjufeðrunum. Hann var fyrst lærisveinn Yilhjálms
af Champeaux, sem stofnaði háskólann í París, en óx bráðum
svo yfir höfuð Vilhjálmi, að hann þrumaði hann niður með
mælsku, lærdómi og dirfsku; hann lagði hann svo í einelti
með »dispútazíum«, og beitti öllum vopnum, skarpleika,
hártogunum og drambi, að Vilhjálmur, sem var haldinn hinn
mesti »dialecticus« allra manna. lagði niður kennsluna. J>etta
var orsökin til yfirgángs Abailarðs, er hann hlóð slíkum
dreka. og þótti sér nú ekkert ófært. Fúlbertus kanúki fékk
Abailarð til að kenna frændkonu sinni Helóisu, og af þess-
ari kennslu er Abailarð orðinn alkunnur og hafa margar
skáldsögur verið ortar um þau. Hann var manna fríðastur
sýnum og úthúinn öllu því sem mann mátti prýða; Helóisa
var fögur og gáfuð, og nú feldu þau ástarhug hvort til
annars, Abailarð og Helóisa. J>au létu gefa sig saman á
laun, og nú fór svo, að Helóisa varð ólétt af völdum
Abailarðs, en neitaði fastlega að hún væri hans kona; átti
hún þúngum álögum að sæta af öllum ættíngjum sínum.
Af þessum orsökum flúði Abailarð á burt með Helóisu og
kom henui í nunnusetur; en Fúlbertus varð fokvondur, lét
taka Abailarð og gelda. Abailarð gjörðist þá múnkur og
ætlaði að hætta allri kennslu, fyrir sakir harms og reiði,
en hafði engan frið fyrir hinum fyrri lærisveinum sínum og
varð að taka til kennslunnar að nýju. En hann gjörði háð
að ýmsu í kirkjulærdómunum og var nokkuð keskinn í orði,
og nú var hann dæmdur til að brenna kennslubók sína á
báli og að setjast í klausturvarðhald. Aptur komst hann
samt þaðan og götvaði upp nýja villu; þá gerðu múnkar
aðsúg að honum, og hlaut hann að flýja í skóg nokkurn og
ætlaði að verða þar einsetumaður; en múgur og margmenni
streymdi til hans aptur og neyddi hann til að halda fyrir-
lestra, og leið ekki á laungu, áður þar komst upp mikið
7*