Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 94
94
reiðubúinn, en holdið er veikt«, og vitið getur verið mikið,
en viljinn lítill. Vizkan, sem ekki viU þvðast viljann, sem
er stýrið, hún vill alltaf leita hærra og hærra (NB. það er
ekki guðs vizka, sem hér ræðir um), og hún hefir laungun
eptir að komast eptir uppruna alls, sem er guð, en af því
hún er ekki einhlít, en viil vera einhlít, þá lendir hún í
höndum ófullkomlegleikans og afkvæmi hennar hlýtur að
bera keim af því (npouvstxos).
J>að má nærri geta, að þegar menn hugsa um guð sem
skapara heimsins, þá er ekki hægt að hugsa sér hann lausan
við heiminn; en í kenníngum Gnostikanna kemur guð alltaf
fram sem skapari, af því Gnosticismus er ekkert annað en
leitan eptir uppruna hlutanna. Hér sveiflast menn þá óum-
flýjanlega inn í náttúrufræðina, sem hefir orðið mörgum
guðfræðíngi til falls, af því þeir þekkja sjaldan mikið til
hennar. En á tímum Gnostikanna var náttúrufræðin mest-
megnis sama sem trúin, o: sköpunarfræði, eins og á tímum
elztu heimsspekíngaskóla Grikkja; þeir fóru einmitt þángað
sem engum er ætlað, en hlupu yfir allt sem er á milli
uppruna heimsins og mannsins, og það er mikið, því það er
ekki hálftæmt enn í dag; Aristoteles lá í dái þángað til
seint á 12. öld, þegar trúarheimsspekin tók að magnast; og
Galenusi lækni (á 2. öld e. Kr.) var enginn gaumur gefinn.
|>ess ber og að geta, að þetta voru heiðnir rithöfundar, en
allir vita, hversu þverhnýpt trúin tók fyrst fyrir allar kenn-
íngar og rit heiðinna manna.
Aðalatriðið í skoðunum Gnostikanna er það, að þeir
gátu ekki ímyndað sér, að algóður guð hefði skapað svo
tvískipta tilveru, eins og heimurinn er, og þetta kemur
glöggast fram hjá Marcion. En það er einnig hjá öllnm
hinum, því með því að kenna »frumljós«, »hinn ónefnanlega«
o. s. fr., þá vildu þeir ekkert annað en það, að koma guði
sem lengst frá heiminum, svo að hann mætti vera öldúngis
hreinn af synd og illsku heimsins. |>eir gleymdu gjör-
samlega frelsi mannsins eða sáu ekki, að hið illa leiðir