Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 89
89
sælustaðnum (Paradís) og niður á jörðina eður í hinn
lægra líkamsheim og gefur manninum holdlegan líkama;
það er hinni lægri vizku að þakka, að maðurinn verður ekki
undir líkamanum. Af þessu er hið andlega (ro nvsu/ianxóv)
komið um ailan heiminu. þá varð Jesús frelsari (<rwrýp)
að koma, til þess að frelsa manninn frá glötun og sameina
hann ljóssríkinu (7tfypwfj.a). Demiurgus hafði heitið gyð-
íngum einúngis sálarlegum (fu^cxcp) Messíasi, og sem svo
kemur Jesús í andlegum líkama ((Tajfiarc a&rjpixu)), og í
skírninni sameinast hann Jesúsi frelsara. Endurlausnin er
sameiníng við Krist og sigur yfir líkamanum. Allt er full-
komnað, þegar hinar andlegu (pnevmatisku) náttúrur eru
orðnar jhæfar til að komast í ljössríkið; hinar sálarlegu
(psychisku) koma í ríki Demiurgus, því þær eru þaðan runnar;
eu hið líkamlega verður að engu.
Ofítar kallaðist einn flokkur, er trúði Gnosticismus:
þeir draga nafn af höggorminum (o<pts), því hans gætir mjög
hjá þeim (höggormsmenn). J>eir trúðu þannig, að einn er
frumguð, frumljós, frununaður, upphaf alls (jSuOot) ; frá því
útstreymir þagnarhyggjan (svvoca, acprj), sem er hinn
annar maður; af henni streymir fram andinn eða hin æðri
vizka (■nveupa, ý ava> aocpía); hún er svo fögur, að hæði
frumljósið og þagnarhyggjan verða ástfángnar í henni, og
eiga við henni hið algjörða mannlega ljósseðli, sem er hinn
himneski Kristur, og hina kvennlegu vizku, eða hina lægri
vizku (ayapMÍ}, npouvscxoi). Kristur sameinast ljóssríkinu
(rJrtpujpa), en hin lægri vizka steypir sér niöur í óskepið og
lífgar það; hún getur af sér heimshöfðíngjann (Demiurgum).
sem einnig heitir laÁðaftacuð. Demiurgus getur af sér engil,
og svo koll af kolli; þá kemur fram hin heilaga sjöund
(sflSopa;), en hún skapar manninn, en hann er sálarlaus
líkami. Demiurgus, sem ætlaði að sameinast frumljósinu,
en lenti í miðríkinu (ror.oj psaorrj-o?), gefur manninum líf,
en við það rennur allt guðlegt Ijós frá Demiurgus til mann-
anna. þá speiglar Demiurgus sig í dýpsta óskepi (Chaos),