Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 96
96
sókn alls heimsins: »heimsspekin er rannsókn hinna skiljan-
legu sannleika, og af því þessir sannleikar eru bundnir við
orð, hluti eða siði, þá er hún skynsemisleg, náttúvuleg eða
siðferðisleg. Sem skynsemisleg rannsókn felur hún í ser
málfræði, sem býr hugmyndirnar orðum (Grammatík);
hugsunarfræði, sem lýsir gángi þeirra og setníngum
(Logík); mælskufræði, sem á við hreifíngu líkamans,
framburð og orðaval (Rhetorík). Sem náttúruleg hlýtur
heimsspekin að innibinda náttúrufræði (Physík), sem rann-
sakar uppruna og hvarf hlutanna; mælíngarfræði (Mathe-
matík), er skoðar einstaka sannleika í reikníngshlutfðllum
og hin almennu lög; Metaphysík, sem leiðir lögin að
uppruna sínum, til frumeðlis þeirra og tilgángs. Sem sið-
ferðisleg (moralis) er heimsspekin Monastík, Oecono-
mía og Politík, eptir því sem hún á við einstaklínginn,
félagslíf eða ríkisveldi«. Yér höfum ekki betri skiptíngu á
vísindunum, en þessi er, þótt gömul sé, og sannast þar enn
hið lornkveðna, að »opt er gott það sem gamlir kveða
(Bonaventura dó 1274, sama ár og Tómas frá Aquino).
Öll trúarheimsspeki miðaldanna er bygð á Platon,
Aristoteles og ritníngunni; liún tók tvær aðalstefnur eptir
þessu, því sumir fylgdu Platon, en suniir Aristoteles. Hin
platónska heimsspeki komst helzt inn í trúna frá Augustinus
(Quidquid a Platone dicitur, vivit in Augustino, sögðu menn);
en Aristoteles frá máriskum lærdómsmönnum (samt hafði
Boethius (t 524) snúið mörgu eptir hann á latínu), á 11 — 13
öld, og náði hæstum blóma hjá Thomasi af Aquino, sem
hefur hann fyrir aðra máttarsúlu alls skilníngs í Summa
totius theologiae, og kallar hann nærri því aldrei með nafni,
heldur einúngis »heimsspekínginn« (ut ait philosophus).
Trúarheimsspekin hefir enn aörar tvær aðalstefnur, sem eg
heldur vil taka fram.
1. Hina fyrri stefnuna halda hinir eiginlegu guð-
fræðingar, sem voru ofaná, samkvæmt anda tímans, og héldu
sér við guðfræðina stráiiglega. 2. Hina siðari stefnu halda