Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 48
48
líklega norskir) hafa J)ó enn ekki mist allt það sem gerði
ena fornu bændur svo merkilega, þegar þeir voru heldri
menn, þó ekki væri þeir »lendir menn« (sem er eiginlega
seinni tíma antæli og innleitt af Noregskonúngum að dæmi
útlendra höfðíngja). Eins og mönnum ávallt hættir við að
bera land vort saman við mestu höfuðborg’r og auðugustu
og fjölmennustu lönd heimsins, svo samlíkíngin verður öll
rammvitlaus og vér náttúrlega þá á hakanum, sem von er:
eins bera menn alltaf íslendska alþyðu saman við borg-
armúg erlendis, sem er af öllum öðvum rótum runninn og
lifir á allt annan hátt. Bæði hið andlega og líkamlega líf
alþýðu vorrar er beinlínis áframhald fornaldarinnar, og vér
vitum allir hversu ríkuglega fornaldarlífið ríkir í allri þjóð
vorri, þó það sé sutnum kannske óljósara en sumum, eins
og ætíð vill verða; og einmitt þetta fornaldarlíf, æfisaga
ættjarðarinnar, er það sem hjá oss kemur í stað og vegur
upp að rniklu leyti það sem aðrir hafa til síns ágætis og
sem kallast »klassisk menntun«, sem er innifalin í því að
þekkja athafnir og ritverk Grikkja og Rómverja. EfHellas
(Grikkland) má kallast ljóssheimur eða menotunarland Ev-
rópu yfir höfuð og sér í lagi suðurlanda, þá vita allir (þó
allir ekki kannist við það) að Island var menntunarland
Norðurlanda, því Islendíngar einirrituðu sögurnar og kvæðin
og þessi verk eru undirrót og gnmdvöllur allrar þeirrar vel-
megunar sem Norðurlönd og einkanlega Danmörk hefir á
seinni tímum orðið aðnjótandi; því þegar þessi lönd voru
sokkin svo djúpt í alls konar eymd að við sjálft lá að allt
mundi fara á höfuðið, þá vöktu Islendíngar (þormóður
Torfason, Arni Magnússon, Jón Eiríksson) upp söguaudann
og hann vakti aptur Norðurlandaþjóðir til krapts og vinnu.
Hvernig því þakklæti hefir verið varið, sem Islendingar
hafa fengið fyrir þetta, vitum vér allir. Menn hafa sagt.
að hinir fornu Islendíngar hafi einir átt þakkirnar skilið, en
ekki enir ýngri — um þetta þarf ekki að tala, og vita allir
í hverjum tilgángi slíkt er sagt. J>að er því víst, að eins