Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 45
45
röðina en Jónas Hallgrímsson. þessu hljótum vér að mót-
mæla; en slíkt hrokafengið oflof höfum vér samt heyrt
fyr: vér heyrðum það þegar Björnstjerne Björnson var hatinn
upp yfir Goethe og Shakespeare, og allt þess konar er bygt
á tómum persónulegum kunníngsskap og enni lúalegustu
sérplægui, því með Björnstjerne kom það ekki til af öðru
en því, að B. var félaus og orti gríðarlega um Slesvík og á
móti Jjjóöverjum; en Danir hjálpuðu og hrósuðu Norðmann-
inum til þess að láta hann spila fyrir sig; hefði hann kveðið
þá í saina anda sem hann hefir ritað síðan, þá mundu menn
ekki hafa dáðst svo mjög að honum. Hvað meiraer: skáld-
skaparandi Kristjáns er alveg ólíkur skáldskaparanda Jónasar.
Jónas er hlíður og inndæll, en Kristján er rifandi og ólmur;
kvæði Jónasar eru eins og »gullfætt og léttfætt ljósin upp-
sala«, svo fáguð og svo hrein að tíminn slær aldrei á þau
ryði né móðu; en kvæði Kristjáns eru miklu hrjóstrugri og
ójaf'nari, og jafnaðarlega auðugri að hærri og dýpri hugs-
unum eða hugsunareldíngum, sem leiptra fyrir snöggvast.
Svo vér nú sýnum útgefandanum svart á hvitu liversu ófull-
komin sum kvæðin eru, skulum vér iaka til dæmis kvæðið
um dauða þormóðar Kolbrúnarskálds,. sem kveðið er í al-
kristnum sálmatón, en þó með samsætissaungva-lagi. þó
þormóður væri kristinn að nafninu til, þá var hann allieiðinn
í anda, eins og hverr og einn getur séð af Fóstbræðrasögu,
og ekkert kristilegt eðá heilaglegt hugarfar verður leitt af
orðum Jjormóðar á Stiklastöðum, sem hermd eru í Heims-
krínglu og Fornmannasögum, og enginn maður með hrein-
um og verulegum skáldasmekk muudi láta þann mann tala
um að sál sín fljúgi burtu á gullbjörtum engilvængjum, sem
alið hefir mikinn hluta aldurs síns í vígaferlum og kvenna-
fari. Menn munu raunar vilja verja þetta með því, að menn
iðrist á dauðastundunni, en þar til liggja þau svör, að í
fyrsta lagi vitum vér, að fornmenn iðruðust aldrei — sá
sem uppástendur það, hann þekkir ekki fornöldina —, og
í öðru lagi sagði þormóður seinast áður en hann dó: »vel