Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 30
30
til falls; en menn gleyma því að skjaldmeyjar og valkyrjur
eru sitt hvað; skjaldmeyjar eru nefndar í Goðrúnarhefnu 18,
og þar hefði »valkyrjur« alls ekki átt við; í Örvaroddssögu
28 hefði og illa átt við, ef konúngurinn hefði gefið Oddi
»valkyrju«, til þess að fleygja út á forarpytt: það gatOddur
vel gert við »skjaldmey«, en ekki við »valkyrju«:
»Álnir« og »penníngar« í Lokaglepsu 40 álít eg sem
seinni tíma merki, eins og »skillínga« í Hamarsheimt 34,
þrátt fyrir það að peníngar voru slegnir hjá Engilsöxum
fyrir íslands byggíngu. Eins sannar orðið »himinjódýr«
(Völuspá) ekkert; það er tilbúið skáldaorð, og hvað fornyrðum
viðvíkur, þá sanna þau heldur ekkert, því menn geta alltaf
fornyrt eins mikið og menn vilja, á liverjum tíma sem er.
I Gróugaldri 1 er nefnd »kumbldys«, sem er auðsjáanlega
úngt orð, sem sýnir að höfundinum hefir ekki nægt hvort
um sig af þessum orðum, kumbl (kuml) og dys, sem merkja
bæði hérumbil hið sama, heldur hetir hann þókst þurfa að
gera það enn skiljanlegra með þessari samsetníngu, eins og
í Gautrekssögu 4 stendur »kinnkjálkar«, í Eddu (Arnamagn.
II 478) »dalbogi«, í Goðrúnarharmi 18 og Höfuðlausn 18
»ýbogi«, í Njálu 143 »törguskjöldr«, og víða »taparöxi«:
öll þessi orð eru saman sett af tveim orðum, sem hvort um
sig merkja hið sama (»targa« er skjöldur; »tapris« er öxi
á eistnesku). J>annig er og »konr úngr« í Rígsmálum 40.
43. 44 auðsjáanlega tilraun til þess að uppleysa orhið
»konúngr«, og »tamsvöndr« (Skírnisför 26) er þýðíng á
»gambanteinn«, sem líklega er líka til búið af sjálfu skáldinu.
— Á 85. versi í Hávamálum er (eins og víða annarstaðar
þar) enginn forneskjublær, og það er í Póstbræðrasögu kallað
»kviðlíngr sá er kveðinn vax um lausúngarkonur« — svo
mundu menn kveða að orði um það sem þá hafði verið ný-
lega gert, en varla um fornt kvæði.
í Rígsmálum 31 er nefnt »silki«; það er og austræn
hugmynd, og heitir á rússnesku »schelk«, á móngolsku
»schirkek«, á mandsjúsku »sirghe«, á kínversku »ser« (þar