Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 32
32
J>orvaldar tasalda sem haun sigraði Bárð með (Fornm. S. 2,
147) og dúkinn sem J>orsteinn bæjarmagn náði úr undir-
heimum (Fornm. S. 3, 177) hafa menn sjálfsagt ímyndað
sér úr silki.
En þó vér þannig getum rakið orðin, þá vitum vér samt
ekki, hversu snemma hlutirnir haíi þekst eða komist á gáng;
þvert á móti vitum vér með vissu, að sum orð komast inn.
í mál þjóðanua, áu þess þau þarmeð merki að sú hugmynd
hati átt sér þar nokkra tilsvarandi líkamlega tilveru (t. a.m.
ljón, fíll: þessi orð hafa lengi verið til, án þess ljón eða
fílar hafi nokkurntíma sést hér). Öll hessi þrjú orð: hunáng,
vax og silki, sem mundu bera vott um sérlega menntun, ef
líkamleg hlutföll væri ætíð samfara orðunum, eru alveg
hugmyndarleg þángað til mjög seint, laungu eptir þann
tíma sem lærðir menn kalla Eddu-öld. Gáng hugmyndanna
getum vér fundið af orðunum, en tíma hugmyndanna getum
vér ekki fundið nema því að eins að vér vitum með vissu,
hvenær eitt orð hafi fyrst verið flutt til einhvers staðar, og
það getum vér mjög sjaldan.
í Rígsmálum kennir meiri menntunar en vér eigum
von á á Norðurlöndum í afgamalli fornöld; þar er talað um
»merktan dúk« (o: útsaumaðan); þar er og nefndur »hör«,
»hvítr af hörvi«, að »breiða dúk á borð« (sbr. Njálu 176);
»skutlar silfri varðir«, vín í könnu, »krás« — þar hlýtur og
endíngin r að hljóða sem ur í »fhigr digrir«, »lotr hryggr«,
en þetta saunar samt enga forneskju, því endíngin ur er sú hin
upprunalega endíng og svarar til gotn. og lat. us og grisku
os, en r er einúngis ritsháttur og hefir ávallt hljóðað sem
ur, hversu stutt sem það varð og jafnvel alveg á burtu
kastað hjá skáldunum. Ef »dreki« er seinni tíma merki, þá
má álíta hið sama um »kalk«, »vín« og »könnu«, og vér
höldum eiunig að þetta sé ekki afar gömul fornaldarorð,
ekki nógu göiriul til þess að Eddukviðurnar getiverið »ekta«,
það er: ortar af heilum þjóðum en engum einstökum manni
og jafn gamlar steintöfiunum Móysess, eptir því sem menn