Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 85
85
Sampsear, og var uppi eptir daga Traianus keisara; þeir
menn trúðu að andi guðs hefði farið í suma menn, svo sem
Adam, Enoch, Abraham, Isak, Móses og Krist. [>eir höfðu
ceremoníur gyðínga, köstuðu samt á burtu öllum offurgerðum,
máttu giptast og afneita Kristi munnlega, ef þeir játuðu
hann í hjartanu. Líkir þessum flokki voru Essear og
Cerinthusmenn. Margir trúðu og, að Kristur mundi
koma aptur eptir þúsund ár, eptir að Antikristur væri kominn
áður, sú trú kallaðist Kilíasmus, og höfðu hana sumir
merkir menn, svo sem Justinus Martyr og Ireneus.
Nú er hinn eiginlegi Gnosticismus, sem Tertúllía-
nus reit á móti þá bók, er heitir »Scorpiacum contra
Gnosticos«; aðalkenníngar þeirra eru þannig: það eru tvö
frumeðli eða frumguðir, annar illur en annar góður. Hið
góða býr í óaðgengilegu ljósi, ljósfyllíngu {rJ.rj/MJjw.), og
stendur ekki í beinlínis sambandi við heiminn. þetta er
hinn órjúfandi eða eilífi guð (&eog afiprjxros), hinn ónefnandi
(axaTovojiaazos), botnlausi (^uJor); hið illa, hinn vondi guð
er sama sem Ahriman hjá Persum, eptir syriskri og austur-
lenzkri skoðun, en eptir platónskri og alexandrínskri skoðun
sama sem hið eilífa dauða efni (SÁrj), sem lífgast af óreglu
í ljóssríkinu. Hið góða frumeðli streymir út sein kraptar
(d'jvajje'z), sem mynda aeones og svo framvegis niðureptir.
Hinn líkamlegi heimur er ekki skapaður af hinu góða frum-
eðli (frumguði), heldur af hinu illa, og hann er díblissa
þeirra lífskrapta, sem komnir eru úr ljóssríki. Kristur er
æðri vera, hann er endurlausnari, en varð aldrei maður,
heldur andlegur líkami (awpa TTveujiazixúv). Sálirnar streyma
aptur til ljóssins og sameinast því (anoxaTaaTaaig).
Gnostíkunum ber eigi öllum saman.
Satúrnínus, sem [lifði í Antiochia á 2. öld, kendi
um hinn óþekkta föður, naTspa ayvwarov, og um anda,
sem hinir neðstu eru sjö plánetuandar (ayyEXot xoapo-
xparopeg, heimsstýrendur; talan 7 er heilög tala). Á móti
föðurnum er djöfullinn (aaTavag), en hvort hann sé fallinn,