Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 41
41
teymi hana inn í útlendan málþvættíng; þar koma fyrir orð
yfir útlenda hluti, sem mörgum mundi hafa orðið örðugt að
finna, en sem hér berast svo náttúrlega fram í straumi
ræðunnar að vér könnumst við þau og tökum þeim eins og
vér hefðum heyrt þau lengi; þar er ekki verið að stagast á
eintómum »eigi« og slíkum orðum, sem menn halda að
endilega eigi að brúkast af því þeir hafa dottið ofan á þau
í einhverjum fornritum. Hvað efni þess háttar bóka snertir,
þá er enginn efi á að menn yrði að vekjast við það, ef þeir
fá að sjá bækurnar og gefa sér tómstund til að lesa þær,
en oss grunar, að fáir hafi því miður gert það. Bn þar
sem í Norðanfara stóð einusinni um »hið hljómmikla mál«
Jóns Sigurðssonar, þá er það »hljómmikið slúður« úr Norðan-
fara, því Jón Sigurðsson ritar blátt áfram, en hann mun
aldrei hafa lagt sig eptir að rita »hljómmikið mál«, þó hann
opt komi með »hljómmikil orð.«
Önnur útgáfa af »Snót« korn út 1865. Slík kvæðasöfn
eru bæði þarfleg og skemtileg, og hafa útgefendurnir getið
þess í formálanum; þegar vér þess vegna segjum meiníngu
vora af alvöru um bókina, þá ætlum vér ekki þar með að
reyna til að koma henni út úr húsi hjá mönnum, því út-
gefendurnir eiga þvert á móti miklav þakkir skilið fyrir að
hafa gefið út íslendskt kvæðasafn, og það því fremur, sem
Snót í raun réttri inniheldur mörg góð og fögur kvæði og
sum jafnvel lítt eða ekki aðgengileg og sjaldgæf, svo al-
menníngur hefði ef til vill naumast fengið að sjá þau annars,
og þau hefðu getað gleymst eða týnst. En oss finnst að
slíkt safn hefði annaðhvort átt að innihalda eingaungu ver-
ulega skáldleg kvæði, eða þá, ef lausavísur og tómar rím-
þulur (eins og er t. a m. »Samhendur«, bls. 299, eða
»Yngisfólkið«, bls. 370) eiga að álítast óumflvjanlegar, að
slíkt þá hefði átt að vera sér eða aptantil í bókinni. Bn
það getur raunar verið miklum vanda bundið, að greina
skáldmæli í sundur; hugmynd skáldskaparins er svo víð og
stórfeld, að jafnvel hroðaleg klámvísa getur verið meinskáld-