Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 29
29
svanafiðri og svanavængjum, jþær oru örlagadísir og í rauninni
ekkert annað en margfölduð ítrekan Freyju; hún átti
fjaðurham (sem Edda kallar »valsham« ekki af »valr« =
fálki, heldur af valr = vígvöllur). Kára í Hrómundarsögu
Greipssonar (sem í textanum er ránglega kölluð Lara) er
upprunalég valkyrjuhugmynd, því hún var í álptarham, og
þessi upprunalega valkyrjuhugmynd liggur til grundvallar
fyrir því, að vér segjum »kerlíugarálptin«. Svanrneyjahug-
myndin gengur í gegnum margar þjóðir frá elstu fornöld og
hún er þannig til komin, að eptir trú Egipta varp Nemesis
heimsegginu, sem allt er af komið; en af eggi hlýtur að
koma eitthvað vængjað. Nemesis hét hjá Egiptum »Hathor«
og táknaði upprunalega alheimsvíðáttuna, en ekki »hefnd«,
eins og menn almennt halda; af henni eru komnar margar
verur, sem allar eru örlagadísir og upprunalega vængjaðar
og heita ýmsum nöfnum (Erinnyes, Musae, Moirae, Horae,
Cliarites, Fortuna, Tyche, Sirenae, Harpyiae, Graeae); þær
höíðu allar fiður og vængi, en týndu þvi smámsaman í
ímyndun Grikkja og Rómverja: af þessari hugmynd er komin
gæsatrúin, því gæs var höfð til galdra (Kormakssaga kap. 22).
Af þessari hugmvnd um heimseggið eru allar valkyrjuhug-
myndir komnar og fýrst og fremst sjálf valkyrjumóðirin
Freyja; að Brynhildur hafi og upprunalega verið þannig
hugsuð, sést á Helreið Brynhildar 6: »Lét hami vora hug-
fullr konúngr, átta systra, undir eik borit« (hann tók af
þeim fjaðurhamina eins og selshamir voru teknir af sækonum),
og i Svanhildar-nafni er hugmyndin líka falin. Fornmenn
ímynduðu sér því valkyrjurnar fijúgandi á svanavængjum, en
ekki ríðandi á hestum, eins og í Helgakviðu Haddíngjaskata
og í Hákonarmálum; en þessi ránga hugmvnd getur verið
sprottin af raungum skilníngi á orðinu »að ríða«, sem menn
þá hafa haldið að einúngis merkti að ríða hesti, þarsem það
táknar allt sem æðir áfram í loptinu. Hér má og bæta því
við, að menn álíta »skjaldmeyjar« í Völsúngasögu sem ýngra
orð en »valk_yrjur«, og á það þá náttúrlega að vera sögunni