Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 79
79
sannan guð eða ekki. þessi spurníng er jafn heimskuleg
og hún er óþörf; því það liggur í augum uppi, að Platon
hefur leitað hins sanna guðs, og hann hefur fundið hann.
En menn sjá hæglega, jafnvel á hinni daufu og ónógu lvs-
íngu, sem jeg hef gefið um Platon, hversu örðugt hann
heíir átt með það; hann ýmist leikursérí skáldahugmyndum
eða stritar í þVngstu hugsunum til þess að finna þettagóða
»sem er torvelt að sjá« (p-óyt? opao&ai), sem varla verður
séð, en þótt andinn sé allur á flugi. fessi rannsókn kat-
ólskra manna um Platon hófst snemma; Justinus fullyrðir
að hann hafi þekkt guð, en Augustinus þorir eigi að full-
yrða það; og nú á seinustu tímum hafa menn aptur vakið
máls á þessu; en það er einkum til þess að fá að vita,
hvort Platon muni vera í helvíti eða ekki, því þar er mörgum
svo mikið um að gjöra, að hnýsast eptir því, sem er
óviðurkvæmilegt og ómögulegt. Dante hefur náttúrlega látið
Platon vera í helvíti *), eptir þeirri skoðun, sem Kristur
hefir sjálfur styrkt, að enginn sjái föðurinn nema hann trúi
á soninn; og katólskir fara því enn lengra, til að hjálpa
Platon, með því þeir segja að hann kenni um hið »lifanda
orð« (Áoyov) og þetta orð sé sonurinn (Kristur); þannig
heimfæra þeir alla kenníngu hans til biblíustaða. J>að, sem
æfinlega er víst, er það, að þótt Platon hafi þekkt guð sem
') „Tutti l’ammiran, tutti onor gli fanno.
Quivi vid’io e Socrate e Platone
Clie’nnanzi agli altri pih presso gli stanno.“
Inf'erno C. IV.
petta er nú raunar i skáldskap, en „öllu gamni fylgir nokkur
alvara“. þessi staður í helvíti, þar sem Dante setur heiðín
skáld, heimsspekínga, og aðra mikla heiðíngja, er ekki kvala-
staður, heldur inndælt og blómvaxið engi, eins konar campi
Elysii eða Ódáinsakur; en hegníngin er sú, að rannsóknir
þeirra ná aldrei að takmarkinu, sem er guð, fyrir það að
Kristur hefir ekki endurleyst þá. þeir ná því aldrei hinni
sönnu sælu himinríkis. sem er takmark og mið jarðarlífsins:
að sjá guð.