Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 65

Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 65
65 ilegs lífs getur mannlegt félag ekki stadizt, en félagið og siðferðið heimtar fegurðina eins og krydd lífsins og má ekki án hennar vera, því þar sem hana vantar, þar er menntun- arleysi og myrkur dauðans; íegurðin er 'sameiníngarliður á milli líkamsins og andans, á miili hins jarðneska og hins himneska, á milli guðs og manna; hún minnir oss á hina eilífu, heilögu rót, sem vér erum runnir af, og hún bendir oss til þess lífsveldis, er vér eigum að leitast við að ná. En sagan segir frá allri þessari eptirsókn mannsins, um dimmar nætur og daga ljósa, hún faðmar allt. J>annig sameinast öll vísindi. Eg skal nú gefa yfirlit yfir heimsspek- ina eða skoðun manna á heiminum frá elztu tímum og fram á 13du öld, en ekki lengra, því það sem ýngra er, er ekki frumhugsað, heldur upptyggíng eptir enum eldri mönnum. Hin elzta heimsspeki hefur komið fram í ljóðum. [>an- nig er bók Jobs, orðskviðir Salómons, Davíðs sálmar: þetta er alit saman ekki annað en heimsspeki, það er: skoðun á lífinu og heiminum, og hlutfalli þess við skaparann, hið góða og hið almáttuga veldi guðs. J>að er ekki furða, þótt hin skáldlega heimsspeki gyðínga væri tignarlegust allra, því þeim hlotnaðist hinn mesti löggjafi, sem nokkurn tíma hefir uppi verið, hann, sem sagði þetta hið óttalega og fagra orð: »eg er drottinn þinn guð, þú átt eigi að hafa aðra guði fyrir mér.« Með þessum einföldu orðum var þjóð gyðínga umsvifalaust leidd að upphafi vizkunnar, og þessi orð gjörðu þá hæfilega til þess, að verða jarðneskir forfeður frelsarans, því þau létu þá varðveita trúna á sannan guð, og það er hin sanna heimsspeki. En þótt það nú sé rétt, að kalla löggjafana heimsspekínga, svo sem Móses, eða Lykúrgus, af því þeir heimfærðu heimsspekina uppá mannlegt félag og gáfu lög samkvæmt því sem þeir vissu bezt um hlutfall þess við guðdóminn, þá eigum vér hér ekki við slíka heims- spekínga, heldur þá, sem einúngis skoðuðu heiminn og leit- uðust við að finna upphaf hans. Móses leitaði ekki þessa upphafs; hann fann það þegar í stað, og því er allt önnur 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.