Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 57
57
að stjórnin löggildi slíkar stofnanir, því ef menn kunna sitt
verk, þá þarf ekkert skírteini fyrir því frá neinum em-
bættismönnum. 1 útlöndum eru margir slíkir skólar, sem
eru öldúngis óháðir stjórnunvun og þeirra embættismöunum.
En þetta, sem nú nefndum vér, mun einúngis verða stundað
af fáeinum mönnum að tiltölu; aptur á móti höldum vér
að enginn muni ætlast til að nokkur fari að heimta sér-
legan lærdóm til að stunda fiskiveiðar — að minnsta kosti
ekki svo, að liverr og. einn sérstakur sjómaður gángi í
»fiskiskóla«; eins og menn ekki fara að læra til þess að
fara í mógrafir — það er gott að nema og kunna, en menn
mega vara sig á því að bjóða mönnum ekki of mikið; ef ’
öll alþýða heimtaði hástöfum að verða sprenglærð, hvort
það er heldur í búnaðarefnum eða bókiðnum, þá mundu ein-
hverjum húsbóndanum líklega siga brvrnar yfir þessu lærða
vinnufólki, sem kannske fer að tala á öiluni túngum eins
og postularnir og er allt í tómum hugmyndaheimi, í stað
þess að fremja vinnuna. par á móti væri ekki ókljúfandi
að gefa hverjum og einum hugmynd um ena helstu aðal-
drætti þekkíngariunar, eins og vér höfum áður drepið á, en
hin æðri og fullkomnari menntun til að kenna búskap, sigl-
íngar og þess konar getur varla fengist nema í skólum, og
efnahagurinn ræður þar öllu. — Um meginhluta bókarinnar
munum vér ekki tala, því bæði hefir höfundurinn miklu betur
vit á slíku en vér, enda hefir oss fundist haun mjög skemtilegur
og fræðandi; einúngis hefðum vér óskað að höf. hefði verið
fjölorðari um smíðar og handiðnir og sumt fleira.
Margir fleiri »ólærðir« menn vorir rita mæta vel ís-
lendsku. Orðið »ólærður« merkir raunar þann sem ekki er
latínulærður; en margir »ólærðir« Islendíngar eru miklu
lærðari en margir eða flestir skólagengnir menn; vér þurfum
ekki annað en minna á Sigurð Breiðfjörð, Gísla Konráðsson
— og margir lifa enn; að vér ekki nefnum Björn á Skarðsá
og alla forna sögumenn vora, sem líklega hafa fæstir verið
latínulærðir. Lærdómur eða fróðleikur þessara »ólærðu«