Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 49
49
og náttúran á íslandi er undarlega svipuð náttúrunni á
Grikklandi, eins er líka skyldleiki á milli enna andlegu
hlutfalla þessara landa, því bæði þau hafa orðið móðurlönd
og fósturjarðir andlegs lifs og þar með uppsprettulönd mennt-
unar sem dreifst hefir víðs vegar út um heim. En Grikk-
land lá opnara en vort land fyrir árásum heimsþjóðanna, og
þar af leiddi, að en griska þjóð komst í miklu meiri kúgun
og ánauð en Íslendíngar nokkurn tíma hafa komist; fyrir
utan það að Grikkir urðu svo gjörspiltir og þrælkaðir af
Tyrkjum, að alþýða á Grikklandi er nú orðin hinn versti
skríll, þá hurfu þaðan einnig öll en fornu rit og dreifðust
út um Evrópu. (Yér skulum minna hér á, aö þó stórveldin léti
Grikkland njóta fornaldarinnar svomjög,að þau einúngis hennar
vegna gerðu það að konúngsríki 1830, þá var ekki Grikk-
land það hið einasta fósturland griskrar menntunar, heldur
voru það mörg lönd og borgir í kríngum allt Miðjarðar-
hafið og miklu víðar, þar sem ísland og fslendíngar eru
einir sér um hituna). J>ó að Grikkir bygði land sitt, þá
höfðu þeir samt alveg mist hinn andlega auð fornaldarinnar
og komust því í jafn andlega sem líkamlega ánauð; því ef
sagan gleymist, ef þjóðirnar gleyma sjálfum sér alveg, þá
er allt á förum og viðreisnin örðug, ef ekki ómöguleg; en
sagan er »vitni tímanna, ljós sannleikans, líi endurminníngar-
innar, leiðbeiníng lífsins, rödd fornaldarinnar« (testis tem-
porum, lux veritatis, vita memoriae, magistra vitae, nuntia
vetustatis, segir Ciearo í de Oratore II oap 9) — hversu
mikið tjón líður ekki sú þjóð sem þessu tynir? og hversu
mikinn krapt hefir ekki sú þjóð sem þetta geymir! j>etta
er það sem Íslendíngar hafa geymt um aldirnar; en hvernig
eru nú þeir menn, sem menn eru allt af að bera oss saman
við ? fað eru ekki bændamenn eða búmenn erlendis, en það
eru kjólklæddir og grautskrautaðir páfuglar, sem ekkert vita
í sinn háls sem nefnandi sé »menntun«; þeir vita ekkert af
neinu þjóðerni að segja, þeir vita ekkert að þeir sjálfir hafi
átt neina forfeður, af því forfeður þeirra voru ekki anuað
4