Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 4
4
Petersen lýsir það hrein ósannindi sem Snorri segir, að
Æsir hafi komið frá Tanakvísl; en sjálfur segir hann að
guðirnir sé komnir frá Fjóni — líklega er allur heimurinn
skapaður í Danmörku, því það er um að gera að allt geti
orðið danskt. Mönnum hættir annars við að halda, að
fornöldin — að minnsta kosti á vissu tímabili — hafi verið
svo gagntekin af fegurð, að þar megi ekkert ófagurt finnast
og þess vegna fegra menn allt þaðan og koma þannig upp
hotnlausum misskilníngi. J>enna fagra tíma, þegar engann
skugga átti að hafa dregið á fegurðarinnar sól, kalla menn
»gullöld«, en slíkur tími hefir aldreiverið til eins Óblandinn
og menn ímynda sér hann. Gullöld er raunar til, en bún
er allstaðar og á öllum tímum, þó menn ekki kunni að
meta hana fyrr en hún er um garð gengin. Hún er í höfði
sérhvers skálds, á meðan hugsjónirnar leika fyrir andanum
og sveifia hinni hverfulu blæju sem á eru dregnar skugga-
myndir heimslífsins; og hún hverfur aptur í hvert sinn sem
lífsins þarfir kalla, en hún er þarfyrir ekki dauð; hún
sefur. Samkvæmt enu áður sagða standa enir lærðu menn —
náttúrlega málfræðíngarnir hér, sem ekki hafa vit á skáld-
skap heldur en hundar, þó þeir einlægt sé að fástvið hann
— fast á því, að engir hafi getað kveðið í neinu lagi nema
»fornmenn«, og að allir enir ýngri menn hafi verið og sé
andalausir aumíngjar; riturum og enum seinni mönnum er
ætíð kennt um smekkleysur eða það sem ekki þykir óað-
finnanlegt, og yfir höfuð álíta þeir að öll frumrit sé týnd,
og ekkert eptir nema afskriptir, af því þeir geta með engu
móti fengið það í höfuðið, að sjálfir höfundarnir hafi getað
ritað rángt eða óhönduglega. þeir geta ómögulega ímyndað
sér annað eu að Eddukviðurnar hafi »upprunalega« verið
alfullkomnar að rímsetníngu og hljóðstöfum, og svo er alltaf
verið að laga og klúðra við þær, jafn vel þó menn hafi
hlotið að kannast við á sumum kviðurn, t. a. m. Harbarðs-
ljóðum og sumu í Eúnatalsþætti, að ekki getur um neina
hljóðstafi verið að tala, heldur eru þetta einúngis þulur, sem