Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 60
60
tern«; þar sem skáldið hefir tækifæri til að opna mönnum
eins ótakmarkaðan töfraheim og álfaveröldin er, þar hefðum
vér getað vonast eptir að málið og ímyndunaraflið kæmist
á hátt og ljómandi flug, þegar það getur losast við öll
jarðnesk bönd og hversdagsleg hlutföll. En það er nú raun-
ar hægra að heimta þetta en að gera það; höfundinum hefir
nú fundist að svona ætti það að vera, og þá verður að hafa
það svo; samt finnst oss að betur hefði mátt fara á sögu
karlsins um Island (bls. 40—41), því þar einmitt var einna
skáldlegast tækifæri sem hugsast getur í því efni, en samt
er höfundurinn þar ekki áfeliis verður. Leikurinn er þjóð-
legur og vel gerður og málið lipurt og náttúrlegt nema ein-
stöku orð (t. a. m. »óhjákvæmilegt miðnætti« — er það =
hvumleitt, voðalegt, eða »unheimlieh«, »uhyggelig?) og þjóð-
trúarinnar vel neytt, þó þar ekki komi fram mikill »karakter«-
skáldskapur. Undarlegur smekkur er það, að klessa þessum
dönsku orðum fyrir ofan sauugljóðin í leiknum, því hversu
margir kuuna þessi lög, að fráteknum skólapiltum? ogþetta
óprýðir bókina stórum. Hún er annars vel prentuð, nema
hvað kommur eru allvíða óhönduglega settar, og getur slíkt
valdið misskilníngi og ruglíngi fyrir óvana menn, og komm-
urnar yfir ý, á og ó á blaðinu á eptir formálanum eiga
ekkert við, því þær eiga að notast aptan við orð eða í lín-
um, en ekki uppi yfir stöfum; þetta veit hverr sá sem
hefir tekið eptir letri á hókum.
Fleiri bækur hefðum vér raunar þurft að tala um, en
bókaritgjörð þessi er nú orðin svo laung, að það verður að
bíða annars tíma og tækifæris.
(Ath. til bls. 54. Eg hef raunar heyrt um eitthvert vöru-
verkunar-félag hjá kaupmönnum í Reykjavík, en eg fyrir-
lít það).