Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 70
70
Kolofon stofnaði þennan skóla í Elea 536 árum f. Kr., og
orti kvæði um náttúruna; hann kendi, að guð væri einn
efstur guða og manna, ólíkur mönnum að mynd og muna ‘);
hann kendi og að guð væri hnöttóttur* 2), og að hnattmyndin
táknaði íhugau; að ekkert kæmi af eugu, og að allt eða
alheimurinn væri því einn einasti hlutur, óbreytanlegur og
eilífur. Alheimurinn er einn, og þessi eini er guð. Menn
geta ekkert sagt visst, heldur er allt getgátur. Parmenides
(kennari Zenons og honum samtíða) kendi, að eldur hefði
myndað jörðina, og hreifði hana; hann hélt að guð væri
Ijóshríngur, sem girti himininn 3). Hann var fyrstur heims-
spekíngur, sem gerði mun á. meiníngu og vissu. — Melissus
frá Samos (440 árum f. Kr.), hershöfðíngi og stjórnarmaður,
neitaði því, að líkamarnir hefði nokkra útþenslu eða stærð.
4. Atomista skólinn kendi, að frumefni allra hluta
og alls verulegleika væri frum-arið (atoma), eður
ímyndaðar agnir sem enginn sæi, en væri eilífar og marg-
víslegar að mynd; þessar agnir hefði sameinast af hendíngu,
og þannig væri heimurinn til kominn. Sálin er sameiníng
eldagna. Tveir eru merkilegastir af þessum skóla: Herakl-
itus frá Efesus (500 árum f. Kr.), sem kallaður var grát-
stafur, af því hann harmaði óstöðugleika heimsins og að allt
hvyrfi á burtu en ekkert stæði í stað. Hið sama áleit og
Platon, en hann fór betur með það: »ekkert er, en allt
verður«.4) Heraklitus var þúnglyndur og þúngskilinn, skáld-
legur og djúpsær. — Demokritus frá Abdera (470 f. Kr.)
var gagnstæður Heraklitus; því þar sem Heraklitus grét af
öllu, þá hló Demokritus að öllu; hann kendi að nauðsynin
'i Ek Ócöí sv ts íteoTac xac áv&pumocac péycoxot;,
outc oéjj.a; {tvrjrócacv ojxocoouðs vórjjxa.
2) conglobatá ligura. Cic. Acad. I 2.
3) Nam Parmenides commentitium quiddam coronae similitudine
efficit: Steplianen appellat, continentem ardore lucis orbem,
qui cingit coelum, quem appellat Deum. Cic. de nat. Deor. 1.
') sorc jxev yáp ouðsTtoT' oúðév, ásl ðk ycyvssac. Plat. Theaetet.