Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 78
78
hún í sjálfri sér hvorki ill né góð, en hún fær ágæti sitt
af því takmarki, sem hún stefnir á. Meðfædd laungun vekur
holdlega fvsn; ágæti andans, sem er hækkað og aukið með
iðju og lærdómi, leiðir til dygðarinnar; þetta er hin einasta
ást, sem heimsspekíngi sæmir. Fegurðin vekur enga óhreina
ást; hún er fyrir ástinni eins og endurskin sannleikans,
skuggi ósýnilegrar hugsjónar hins góða; undrunin veitir
ástinni það flug, sem henni var neitað um af hinu jarðneska
eðli. Eptir því sem dygðin nálgast takmark sitt, hið góða,
þá skiptist hún í fjórar greinir, en er þó í rauninni hin
sama: hyggindi, hófsemi, hugrekki og réttvísi; í sér hverjum
manni er óákvörðuð laungun eptir einhverju, og þetta eitt-
hvað kalla menn hið góða. Sumir hlutir, sem fullnægja
oss, eru skammvinnir og ófullkomnir, það eru líkamleg gæöi
og sú gæfa, sem forlögin veita oss. Aðrir hlutir veita oss
varanlega sælu; það eru vísindi og dygð, sem ríkja hjá guði
eiuum í óþrotlegum ljóma og hátt vlir alheimi. Frá guði
koma öll gæði, og til hans snúa þau aptur; hann vekur alla
laungun sálarinnar eða fremur endurminníngu, því áður var
sá tími, er sálin sá hann frá augliti til auglitis, áður en
hún bygði þessa jörð; hún getur aptur nálgast hann, ef hún
með dygðum hefur sig til hans, frjáls og hreinsuð frá hinu
illa. En þetta getur ekki orðið í þessu lífi, af því það er
takmarkað af efniseðlinu, heidur er ódauðleikinn það tak-
mark, sem uppfyllast munu hin eptiræsktu gæði. Hin æðsta
hugsjón mannlegrar fullsælu getur ekki hugsast nema í
reglubundnu ríki, þar sem konúngurinn er heimsspek'íngur,
það er: skilur heimslífið og hefur í sér hugsjón hins góða,
sem hann lætur streyma út til allra og lífgar þá með.
þietta eru nú aðalatriðin úr kenníngum Platons, og
hefur mönnum fundist mikið um þær á öllum tímum. Jeg
hef raunar ekki lýst nákvæmlega kenníngu Platons um
sálina, hversu hann deilir henni í þrjá flokka eða stefnur,
og mörgu öðru er hér sleppt. Katólskir heimsspekíngar hafa
mjög leitað fyrir sér um það, hvort Platon muni liafa þekkt