Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 73
73
svnt afbragðs la*rdóm opt og tíðum, svo sem Sextus Em-
piricus, er menn balda að hafi verið uppi á 2. öld eptir
Krist, og hefir látið eptir sig rit, er lýsa miklum lærdómi
og skarpleik. En það gefur að skilja, að slíkir menn eru
ekki sem beztir vinir trúarinnar, því trúin. vill trú, en ekki
efa, og gerðu því efunarmennirnir mesta sptll á efri tímum
kristninnar, eins og lesa má í einni ræðu Gregoríus af
Nazianz: »En eptir að Sextusarnir og Pyrrhónarnir') og sú
túnga, sem full er mótmæla, liefir smogið inu í kirkjur
vorar eins og óttaleg og ill sýki, og þvaður þykir upplýsíng
— ó, hveiT Jeremías mun harma truflan vora og blindu!« * 2)
þ>á var og Megara-flokkurinn, sem Evklídes stofnaði,
frá Megara; hann fylgdi mjög íóniska skólanum, en heim-
færði það allt uppá siðferðið.
Enn var sá heimsspekíngaflokknr, sem Epikúrus stofnaði
fyrst í Lampsakus (310 f. Kr.), en flutti sig síðan til
Aþenuborgar. Jætta er mikill flokkur, og er þetta aðal-
kenníng Epíkúrus: Heimsspekin er sú fræði, sem leiðir
manninn til lukkunnar fyrir krapt skynseminnar; siðafræðin
er því aðalhluti heimsspekinnar, en náttúrufræðin (physica)
og ræðan (canonica, dialectica) eru aukahlutir. Ef maðurinn
ekki hefði nema einfaldar tilfinníngar, þá gæti hann ekki
ályktað, og væri ekki meiri en dýrin. En maðurinn hefur
tvenns konar eðli, sem er hið ytra, nefnilega |>að að menn
skynja líkamana, og hið innra, sem er skilníngsveldið.
Heimurinn er úr frum-ari (atomista kenníng), og er orðinn
til af hendíngu; beri menn saman hið illa og ófullkomna í
heiminum við sælu og frið guðanna, þá geta menn ekki
*) Svo kölluðust efunarmennirnir og, af Pyrrhóni.
2) Gregor. Naziazenus Oratio XXI in Athanasium: 'icp' ot> os
2é\xoi xac llufipióvss, xa'c rj ávxcDsxox yXuxxaa oxrnsp xc
vúarjpa ðscvov xal xaxúrjDsx xalg sxxXrjacacx rj/j.ö.>v stascp&áprj,
xa'c rj cphjapca natúsoac; ESo%s — ut, xc; Isps/xca; údópr/xac
xrjv fjpsxspav aójyoacv xa'c axoxú/Lacvav;