Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 90
90
og getur af sér öfundsjúkan og hatursfullan djöful {otpio-
/xoppov). — Líka trú höfðu fleiri flokkar, svo sem Sethianar,
Kainitar o. fl.
Karpokrates frá Alexandríu var samtíða Basilides,
og kendi, að alfaðirinn (povas) væri upphaf margra anda,
sem gjörðu upphlaup á móti honum og sköpuðu heiminn.
Hin sanna þekkíng (yvaioiz) er það, að hefja sig upp yfir
heiminn og til alföðursins; þá fær maður ráð yfir heiminum
og öndunum; það gjörðu Pythagoras, Platon, og einkum
Jesús »sonur Jóseps og Maríu« (o: Karp. kendi að hann
væri maður); einúngis fyrir samhand sitt við alföðurinn
gjörði Kristur kraptaverk. Karpokrates kendi og, að sálin
væri til áður en maðurinn; hann kendi fyrirlitníngu á öllum
siðferðislögum og bænum, og að allir ættu allt jafnt. —
Bardesanes frá Edessa, á annari öld, kendi svo, að hinn
órannsakanlegi (narrjp ayvoxnov) og efnið (ú/jj) hefði fram-
leitt dj0fulinn (aazava).
Gnostiskar skoðanir komu upp einnig af sorg skynsamra
manna yfir illsku heimsins, svo að þeir gátu ekki trúað því
að algóður guð hefði skapað svo illan heim; þessi skoðan
kemur fram hjá Hermogenes, en einkum hjá Marcion,
sem báðir lifðu á 2. öld. Marcion var biskupssonur, og
átti barn við stúlku, en fyrir það setti faðir hans hann út
af heilagri kirkju, og þótt Marcion leitaðist hvað eptir
annað við að fá aptur inngaungu í kirkjuna með iðran og
yfirbót, þá fékk hann það ekki. Hann fékk því melankólska
skoðun á heiminum, og guði, og mundi varla hafa stofnað
kenníngarflokk sinn, ef kirkjau hefði ekki gefið sjálf tilefni
til þess með hörku sinni. Marcion gat ekki ímyndað sér,
að sá guð væri góður, sem hefði skapað svo illan heim.
Hann hélt því, að til væri æðri guð en skapari heimsins
(Demiurgus). f>etta eru aðalatriði Marcions: Skapari hins
illa og góða er guð gamla sáttmálans (ðrjpcoupyos, xoopoxparwp),
og hefir aldrei opinberað sig, hvorki í líkama né skynsemi,
fyrr en Kristur kom. Guð gamla sáttmálans (testam.) er