Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 66
66
birta yfir gyðíngum en öðrum þjóðum fornaldarinnar. — Sá
er ömenntaður, sem ekki veit neitt um þessa baráttu binna
vitrustu manna við fávizkuna, hvernig þeir reyndu til af
öllum mætti andans, til þess að ná þekkíngu á uppruna
heimsins og með því á sönnu eðli mannlegs lífs, og því
skal jeg nú fara stuttlega yfir hinar helztu tilraunir í
því efni.
Hin elzta skoðandi heimsspeki er, að því leyti oss er
kunnugt, hjá Grikkjum og Indverjum, og á meðal Grikkja
er Hesiodus elztur (eitthvað 960 eða 1000 árum fyrir Krist);
hann hefir kveðið um goðin, eins konar Gylfaginníngu; er
þar sagt frá upphafi þeirra og ýmsum undarlegum hlutum.
Enn er til eptir hann kvæði, um vinnu og daga (spya
xal ■yj.épac); þar reiknar hann hina fimm mannsaldra: gull-
öld, silfuröld, eiröld, hetjuöld (hálfguða-öld) og hina fimmtu
öld, sem er hans öld, og hefnr þá þannig upp: »Æ, að jeg
skuli vera vitni til hins fimmta aldurs mannanna! Að jeg
ekki fyrir laungu skyldi mega deyja! ... fetta er járn-öld,
og hinir spilltu menn hvíla hvorki nætur né daga fyrir
eymd og kvöl ... J>á flýðu blygðanin og réttvísin aptur til
himins frá bústöðum mannanna, skrýddar skínandi blæjum;
en hjá dauðlegum mönnum varð eptir harðhent neyð, og
engin hjálp finnst handa hinum aumu« — þannig kveður
Hesiodus, svo menn sjá, að ekki er það spónnýtt að mönnum
mislíkar heimurinn; þetta er eins og í Völuspá: »Bræður
munu berjast og að bönum verðast ... skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist«,
nema hvað þetta er spá, en hitt lýsíng aldarinnar, eins og
Hesiodusi fannst hún.
þess konar kvæði eru í rauninni ekki annað en trú
mannanna, sem skáldið hefur sett í ljóð, eins og Íslendíngar
kváðu Völuspá, Grímnismál og fleiri Eddukvæði. En seinna,
þegar menntun Grikkja óx, þá komu upp margir menn, sem
bæði ferðuðust erlendis, til þess að nema vizku af öðrum
þjóðum, sem reyndar voru ekki jafn menntaðar (?), en áttu afar