Gefn - 01.01.1873, Blaðsíða 34
t
Islendskar bækur og blöð.
I enu næsta hepti hér á undan höfum vér ritað um
íslendska bókvísi, og skulum nú hér fara nokkuð fleiri orðum
um þenna hlut. Menu hafa á seinni tímum upp fundið }>á
spánýju kenníngu, að þjóðernið væri ekkert sameiginlegt
málinu; þeir segja að ein þjóð sé sameiníngarfélag allra
þeirra manna, sem lúta einni og sömu stjórn, hvað svo sem
málinu líði. í ritgjörð vorri enni fornu, sem er full af
vitleysum, og sem hefir orðið oss eins fallanda forað eins
og lækníngakenníngin í tjárkláðanum varð hennar forsetum
forðum daga, höfum vér samt að vorri hyggju talað rétti-
lega; því þessi kenníng »þjóðernismannanna« er með öllu
skökk og raung og bygð á enu sama gjörræði sem þeir
annars svna í öllu öðru. Samkvæmt þeirra kenníngu verða
HindúarEnglendíngar, Græulendíngar Danir og Márar Frakkar,
sanskrít verður þá enska, grænlendska danska og serkneska
frakkneska. Fyrir engum heilvita manni þurfum vér að
prédika um þenna hlut frekar.
J>vert á móti vita allir, að mál þjóðanna eru þjóðirnar
sjálfar, þau eru allur þeirra andi og allt þeina líf; eða með
öðrum orðum: málið er þjóðernið, og hver sú þjóð, sem
ekki gætir máls síns og varðveitir það sem enn helgasta
helgidóm, hún er á fallanda fæti. í útlöndum, þar sem
umferð og samgaungur eru svo miklar að öllu æir saman,