Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 2
2
LANDSSTJÓRN.
gjörðum þingsins um hvert mál, umræðum um þau og ástæð-
um, er færðar hafa verið með og mót. I’eim, sem vilja vita
gjör um það, verðum vjer að vísa til þingtíðindanna. Hjer skal
að eins getið frumvarpa þeirra, er lögð voru fyrir þetta þing,
bæði af hálfu stjórnarinnar og landsmanna, og laga þeirra, sem
afgreidd voru á því.
Af hinum konunglegu frumvörpum, sem lögð voru
fyrir þingið, náðu þessi fram að ganga;
1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árin 1880 og 1881, staðfest af
Friðrik konungsefni í fjærveru konungs sem
lög 24. okt. 1879.
2. -------- — fjáraukalaga fyrir árin 1870-77. Staðfest
sem lög af sama 10. okt. s. á. Eptir þeim
lögum eru veittar 11422 kr. 83 aurar til
viðbótar við útgjöld þeirra ára.
3. --------— fjáraukalaga fyrir árin 1878-79; staðfest sem
lög af sama 10. okt. s. á. Eptir þeim lög-
um veittust 44391 kr. 84 aurar til viðbótar
þessum árum. Mest af þessu fje gekk til
viðbótar við þingkostnaðinn bæði árin og
svo til gufuskipsferða, hegningarhúss, og
11390 kr. 10 aurar til vitabyggingarinnar
á Eeykjanesi.
4. --------— laga um samþykkt á reikningnum um tekjur
og gjöld íslands á árunum 1876 og 1877.
Staðfest af sama s. d.
5. --------— laga um skipun prestakalla ogkirkna; stað-
fest af sama 27. febrúar 1880.
6. --------— laga um kirkjugjald af búsum.
7. --------— laga um viðauka við sóttvarnarlög 17. des.
1875; staðfest sem lög af Friðriki konungs-
efni 24. okt. s. á.
8. --------— laga um breyting á lögum um bæjargjöld í
Keykjavíkurkaupstað 19. okt. 1877; staðfest
af konungi sem lög 19. sept. s. á.
------— laga um kaup á þeim þrem hlutum silfur-
9.