Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 45
LAINDSSTJÓRN.
45
stað...........................................52 —
- báðum Múlasýslum...............................55 —
Þess hefir verið getið í frjettunum frá 1879, að alþingi
liafði sjálft samið frumvarp til ferðaáætlunar, fyrir póstgufu-
skipin, er þeim þætti betur haga en hinar eldri, og um leið
farið þess á leit, að skip væri sent upp til íslands í janúar-
mánuði. Ef gufuskipafjolagið danska vildi eigi fylla bæn lands-
manna, var af ráðið að leita til Slimons í Leith og taka boði
hans. þegar þessar þingssamþykktir komu út, vildi hið’danska
gufuskipaQelag eigi verða af gufuskipasendingu til íslands, og
vildi ganga að kostuin þingsins. Eáðgjafinn og gufuskipastjórnin
settist þá á ráðstefnu, og gjörðu 12. dag janúarmánaðar svo
felldan samning með sjer, að gufuskipafjelagið skuldbatt sig til
að láta tvö skip fara á ári liverju fram og aptur 4 ferðir milli
Eeykjavíkur — eða einhverrar annarar hafnar á íslandi — og
Kaupmannahafnar, og 5 ferðir fram og aptur norðan um ís-
land og eyjar þær, er um það liggja, allt samkvæmt ferðaáætl-
un þeirri, er fjelagið semur og ráðgjafinn samþykkist. Auk
þess skuldbatt fjelagið sig til að serida gufuskip frá Kaup-
mannahöfn eða Skotlandi til íslands í janúarmánuði. Farþega-
rúm skulu vera tvö á skipi hverju, og skal hið dýrara rúma
30 manna enn hið ódýrara 50. Fyrir ferðir þessar áskildi fje-
lagið sjer 58000 kr. árlega, og skal það goldið af ríkissjóði
Dana og landssjóði íslands. Samningur þessi skyldi vera bind-
andi um 10 ár, ef stjórninni líkar svo, og ljelagið fullnægir skil-
yrðum þeim, er sett eru. Samkvæmt samningi þessum var þá
þegar sent gufuskip til Keykjavíkur í janúarmánuði, og þótti
mönnum þá vel hafa veiðzt, er svo var komið. Gufuskipaferð-
irnar gengu alltaf vel, og voru flestir landsmenn ánægðir með
þær nema Sunnlendingar. Fundu þeir sjer það til, að gufu-
skipin komu eigi fyrst í hverri ferð til Keykjavíkur, og þótti
þeim með því vera brotin lög á sjer og höfuðborg landsins,
og fengu kaupmenn landshöfðingja til að skrifa ráðgjafanum
um, að fá áætluninni brcytt þannig, að hvert skip kæmi til
Beykjavíkur fyrst í hverri ferð, en færi eigi fyrst norðan um
land að austan og vestur fyrir og þá fyrst, til Keykjavíkur. Gufu-
skipafjelagið vildi eigi breyta fyrir það ár, en lofaði góðu um