Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 41

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 41
1880. I. L a n d s s t j ó r n. Árið 1880 er heldur framkvæmdarlítið í pólitiskum efnum; lög þau og tilskipanir, sem á því voru gjörðar, eru flestar runnar frá þinginu árið áður, og þá staðfestar á þessu ári. Engar nefndir voru skipaðar, er gjörðu neitt að lögum eða frum- vörpum, svo að lítið er að finna, sem getur komið til umræðu. Blöðin hafa engum stórmálum hreift, nema hvað nokkrar radd- ir ljetu til sín heyra, um það leyti er þingkosningar voru að fara í hönd, og þó einkum eptir að þær voru af staðnar, og til lítils var að kvarta. Menn þóttust hvervetna sjá á eptir, hve óheppilega hefði verið kosið sumstaðar; en þar eð landsmönn- um veittist eigi fullt vit til að veija, fyr en kosningarnar voru af staðnar, urðu menn hvervetna að láta sjer það lynda, er komið var. Nokkrar raddir hreifðu sjer og um allra helztu stórmál, er fyrir hendi voru, svo sem landbúnaðarlagamálið, en þó kvað heldur lítið að því. Á þessu ári samþykkti konungur nokkuð af frumvörpum alþingis, þau er ósamþykkt voru um nýárið, og eru þau þessi. 1. Lög um breyting á tilskipun um sveitastjórn á Islandi 4. maí 1872, samþykkt 9. dag janúarmánaðar. 2. Lög um uppfiæðing barna í skript og reikningi, samþykkt sama dag. 3. Lög um skipun prestakalla, samþykkt 27. dag febrúarmán- aðar. 4. Lög um eptirlaun presta, samþykkt sama dag. 5. Lög um stjórn safnaðamála og stofnun sóknanefnda og hjeraðsnefnda, samþykkt sama dag. 6. Lög um brúargjörð á Skjálfandafljóti, samþykkt sama dag. Lögunum um smáskamtalækningarnar og lögunum um lagaskóla synjaði konungur staðfestingar. Heldur ekki náðu

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.