Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 26
26
MENNTUN.
í guðfræði komu 2. og 3. hepti kirkjutíðindanna; í
þeim eru nokkrar ritgjörðir, en mest ber samt á tveimur; önn-
ur er «um ástand hinna hólpnu sálna frá dauðanum til uppris-
unnar», útlögð að mestu optir M. Hammerich. Það er einhver
hin óheppilegasta ritgjörð, sem auðið var að fá til þess að
byrja með kirkjulegt tímarit, sem átti víst að vera til þess að
glæða með trúarlíf alþýðu á íslandi. Grein þessi er fyrst og
fremst langt of þungskilin handa alþýðu, því að hún hefir lært
trúarbrögð sín af iærdómskverinu sínu og nýja testamentinu,
en þekkir ekkert til heimspekilegra heilabrota um þau efni, som
hún hefir aldrei heyrt nefnd, og ekkert eru á biflíunni byggð; og
svo geta slíkar ritgjörðir vakið undarlegar hugleiðingar meðal
hinna fáfróðu, og jafnvel orðið til þess, sem útgefandi tíðind-
anna eða greinarinnar hefir sízt ætlað. Hin ritgjörðin er um
samband ríkis og kirkju og heldur því stranglega fram, að þau
skuli vera óaðskiljanleg. Eitgjörð þessi hefir fitla þýðingu og
íjekk óþægðar viðtökur hjá landsmönnum og blöðunum. Einn-
ig komuút tvær líkræður, önnur flutt við jarðarför Pjeturs
prófasts Pjeturssonar á Víðivöllum 1842 af Halldóri presti Jóns-
syni á Glaumbæ (síðar á Hofl í Vopnafirði), en hin flutt við
jarðarför dr. Hallgríms Skevings í Reykjavík 1862 af Pjetri
biskupi Pjeturssyni. Báðar þessar ræður þykja mikið góðar.
Einnig kom út í Lundi í Nýja íslandi nauðsyuleg hug-
v e k j a, ágætasta rit, sem sýnir glöggt og greinilega fram á ofsa
og óhemjuskap hinnar norsku synodu í trúarefnum. Prjedik-
un á 14. sunnudag eptir Trinitatis, haldin í Keykjavík
af sjera Páli Pálssyni á Stafafelli, þótti mikið góð. Önnur rit
andlegs efnis komu eigi út á þessu ári.
í stjórnvísindum liefir komið lieldur lítið út þetta
ár, og auk þingtíðindanna og s tj órnartíðindanna er
það að eins eitt kver, sem um er að gjöra; það er aðalat-
riði þjóðmegunarfræðinnar. Rit þetta er í fyrstu ritið á
frakkneska tungu af fræguin frönskum þjóðmegunarfræðingi, er
hjet Maurice Block; hefir því verið snúið á flestar tungur norð-
urálfunnar og nú á íslenzka tungu. Indriði Einarsson, kandídat
í stjórnfræði, sneri því; og lagaði það eptir íslenzkum háttum
og skilningi; þó að kver þetta sje lítið, gefur það þó Ijóst yfir-