Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 78

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 78
78 ÚTFÖR JÓNS StGURÐSSONAR. svartar blæjur í dreglum. Bryggjuhúsið var og prýtt grænum blómsveigum. Á bryggjunni tóku sjávarbændur móti kistun- um og báru þær upp fyrir bryggjuhúsið og settu þær á palla þá, er til þess voru settir; ’síðan var sungið kvæði, er orkt hafði Steingrímur Thorsteinsson, og er þetta upphaf að: Sunnan bar snekkja sorgarfarm að ströndum, lýsir vorsól á landsins þraut o. s. frv. Að loknu kvæðinu hófst skrúðgangan upp Aðalstræti og ofan kirkjubrúna til kirkjunnar; gekk lúðurþeytaraflokkur Beykja- víkur á undan og bljes sorgargöngulag, er Helgi trjesmiður Helgason hafði orkt. fá gengu stúdentar sem áður, þá skóla- piltar sem áður, hverjir undir sínu merki, og síðan þeir, er líkin áttu að bera. Voru líkmenn 32 menn úr bændaflokki, 16 af skólapiltum og 16 af iðnaðarmönnum. Næst á eptir líkunum gengu í 1. flokki: landshöfðingi, forsetar alþingis, er við voru, forseti Reykjavíkurdeildar bókmenntafjelagsins og útlendir lieið- ursgestir, fyrirliðar hinna frakknesku herskipa, Dupleix og Actif, er hjer voru þá, og Ingólfs, og svo aðstoðarmenn landshöfð- ingja við jarðarförina. í 2. flokki gengu ættingjar þeirra hjóna og prestar þeir, er við jarðarförina voru; í 3. flokki alþingis- menn, er þá voru og höfðu verið; í 4. flokki fulltrúar ýmissa stjetta, hjeraða og fjelaga, fyrst kennarar við æðri menntunar- stofnanir landsins, þá bæjarstjórn Reykjavíkur, þá fulltrúar frá ýmsum sveitarfjelögum og sýslum, þá verzlunarmenn og síð- ast iðnaðarmenn; í 5. flokki var allur almenningur. Marskálk- ar 10 fylgdu með til þess að halda reglu á skrúðgöngunni; þeir voru úr flokki stúdenta; þeir voru auðkenndir með því, að þeir báru svartan fetil yfir hægri öxl og undir vinstra hand- legg, og voru á þeim hvítir jaðrar. I>egar kom að kirkjudyrunum, námu stúdentar og skóla- piltar þar staðar og skipuðust í tvær raðir til beggja handa, og gekk líkfylgdin inn á eptir, 1.—4. flokkur, og settist, en stúdentar og skólapiltar skipuðust í raðir á kirkjugólfið; upp á loptið fengu eigi aðrir að fara en konur þær, er aðgöngumiða höfðu. Beggja megin í fordyri kirkjunnar stóðu heimenn frá Ingólfi með brugðnum sverðum og gæltu dyranna. Kirkjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.