Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 78

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 78
78 ÚTFÖR JÓNS StGURÐSSONAR. svartar blæjur í dreglum. Bryggjuhúsið var og prýtt grænum blómsveigum. Á bryggjunni tóku sjávarbændur móti kistun- um og báru þær upp fyrir bryggjuhúsið og settu þær á palla þá, er til þess voru settir; ’síðan var sungið kvæði, er orkt hafði Steingrímur Thorsteinsson, og er þetta upphaf að: Sunnan bar snekkja sorgarfarm að ströndum, lýsir vorsól á landsins þraut o. s. frv. Að loknu kvæðinu hófst skrúðgangan upp Aðalstræti og ofan kirkjubrúna til kirkjunnar; gekk lúðurþeytaraflokkur Beykja- víkur á undan og bljes sorgargöngulag, er Helgi trjesmiður Helgason hafði orkt. fá gengu stúdentar sem áður, þá skóla- piltar sem áður, hverjir undir sínu merki, og síðan þeir, er líkin áttu að bera. Voru líkmenn 32 menn úr bændaflokki, 16 af skólapiltum og 16 af iðnaðarmönnum. Næst á eptir líkunum gengu í 1. flokki: landshöfðingi, forsetar alþingis, er við voru, forseti Reykjavíkurdeildar bókmenntafjelagsins og útlendir lieið- ursgestir, fyrirliðar hinna frakknesku herskipa, Dupleix og Actif, er hjer voru þá, og Ingólfs, og svo aðstoðarmenn landshöfð- ingja við jarðarförina. í 2. flokki gengu ættingjar þeirra hjóna og prestar þeir, er við jarðarförina voru; í 3. flokki alþingis- menn, er þá voru og höfðu verið; í 4. flokki fulltrúar ýmissa stjetta, hjeraða og fjelaga, fyrst kennarar við æðri menntunar- stofnanir landsins, þá bæjarstjórn Reykjavíkur, þá fulltrúar frá ýmsum sveitarfjelögum og sýslum, þá verzlunarmenn og síð- ast iðnaðarmenn; í 5. flokki var allur almenningur. Marskálk- ar 10 fylgdu með til þess að halda reglu á skrúðgöngunni; þeir voru úr flokki stúdenta; þeir voru auðkenndir með því, að þeir báru svartan fetil yfir hægri öxl og undir vinstra hand- legg, og voru á þeim hvítir jaðrar. I>egar kom að kirkjudyrunum, námu stúdentar og skóla- piltar þar staðar og skipuðust í tvær raðir til beggja handa, og gekk líkfylgdin inn á eptir, 1.—4. flokkur, og settist, en stúdentar og skólapiltar skipuðust í raðir á kirkjugólfið; upp á loptið fengu eigi aðrir að fara en konur þær, er aðgöngumiða höfðu. Beggja megin í fordyri kirkjunnar stóðu heimenn frá Ingólfi með brugðnum sverðum og gæltu dyranna. Kirkjan

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.